Kylfusveinn Tigers tjáir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2009 10:10 Steve Williams og Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um málefni Woods eftir að hann ákvað að taka sér frí frá golfíþróttinni. Woods hefur viðurkennt að hafa verið eiginkonu sinni ótrúr en fjölmiðlafár hefur ríkt um Woods síðustu tvær vikurnar. Fjölmargar konur hafa stigið fram og fullyrt að þær hafi átt í sambandi við Woods. Williams er frá Nýja-Sjálandi og sagði í viðtali við The Press í heimalandinu að hann hafi ákveðið að stíga fram eftir að vangaveltur um hvort hann hafi vitað af framhjáhaldinu fóru að láta á sér kræla. „Það er engin spurning um að fjölmiðlar hafa gert líf fjölskyldu minnar mjög erfitt fyrir. Ég skil vel að Tiger eigi við vandamál að stríða og höfum við rætt um það," sagði Williams sem þverneitaði fyrir að hafa vitað nokkuð um líferni Woods utan golfheimsins. „Ég vann bara fyrir Tiger Woods. Ég bý í Nýja-Sjálandi þegar hann er ekki að keppa og veit ekkert hvað hann gerir á milli móta - rétt eins og hann veit ekkert um hvað ég er að gera." „Vissulega ræðum við saman í síma. Ég spyr hann hvernig honum gangi að æfa sig, hvernig fjölskyldunni líður og svo framvegis." Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um málefni Woods eftir að hann ákvað að taka sér frí frá golfíþróttinni. Woods hefur viðurkennt að hafa verið eiginkonu sinni ótrúr en fjölmiðlafár hefur ríkt um Woods síðustu tvær vikurnar. Fjölmargar konur hafa stigið fram og fullyrt að þær hafi átt í sambandi við Woods. Williams er frá Nýja-Sjálandi og sagði í viðtali við The Press í heimalandinu að hann hafi ákveðið að stíga fram eftir að vangaveltur um hvort hann hafi vitað af framhjáhaldinu fóru að láta á sér kræla. „Það er engin spurning um að fjölmiðlar hafa gert líf fjölskyldu minnar mjög erfitt fyrir. Ég skil vel að Tiger eigi við vandamál að stríða og höfum við rætt um það," sagði Williams sem þverneitaði fyrir að hafa vitað nokkuð um líferni Woods utan golfheimsins. „Ég vann bara fyrir Tiger Woods. Ég bý í Nýja-Sjálandi þegar hann er ekki að keppa og veit ekkert hvað hann gerir á milli móta - rétt eins og hann veit ekkert um hvað ég er að gera." „Vissulega ræðum við saman í síma. Ég spyr hann hvernig honum gangi að æfa sig, hvernig fjölskyldunni líður og svo framvegis."
Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira