Fingurbrotinn Kobe skoraði 42 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2009 09:09 Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP Kobe Bryant skoraði 42 stig fyrir Lakers er liðið vann sigur á Chicago, 96-87, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Gengi Chicago hefur að sama skapi ekki verið gott. Þetta var ellefta tap liðsins í síðustu þrettán leikjum þess. Bryant átti stórbrotinn leik þó svo að hann hafi spilað með spelku á brotnum vísifingri á hægri hönd. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert," sagði Kobe eftir leikinn. „Ég hef spilað með auman ökkla, brotna hnúa og svo framvegis." Þetta gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig hjá honum en hann tapaði alls átta boltum í leiknum. En hann byrjaði frábærlega og skoraði 20 stig í fyrsta leikhlutanum. Andrew Bynum skoraði ellefu stig fyrir Lakers og Pau Gasol tók sextán fráköst í leiknum. Hjá Chicago skoraði Luol Deng 21 stig rétt eins og Derrick Rose. Joakim Noah var með ellefu stig og 20 fráköst. Miami vann Toronto, 115-95. Michael Beasley jafnaði persónulegt met í leiknum og skoraði 28 stig. Dwyane Wade var með nítján stig en hvíldi allan fjórða leikhluta. Cleveland vann New Jersey, 99-89. LeBron James skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Charlotte vann New York, 94-87. Stephen Jackson skoraði 24 stig fyrir Charlotte. Houston vann Detroit, 107-96. Tracy McGrady lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með Houston en þeir Luis Scola og Aaron Brooks voru stigahæstir með 23 stig hvor. Phoenix vann San Antonio, 116-104. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og tók fjórtán fráköst í leiknum. Varamaðurinn Goran Dragic átti góðan leik og skoraði átján stig sem er persónulegt met. Phoenix hefur unnið alla níu leiki sína á heimavelli til þessa. Portland vann Sacramento, 95-88, þar sem LaMarcus Aldridge skoraði mikilvæga körfu undir lok leiksins þó svo að hann hafi átt við ökklameiðsli að stríða. Portland hafði tapað síðustu tveimur leikjum fyrir þennan. NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 42 stig fyrir Lakers er liðið vann sigur á Chicago, 96-87, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Gengi Chicago hefur að sama skapi ekki verið gott. Þetta var ellefta tap liðsins í síðustu þrettán leikjum þess. Bryant átti stórbrotinn leik þó svo að hann hafi spilað með spelku á brotnum vísifingri á hægri hönd. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert," sagði Kobe eftir leikinn. „Ég hef spilað með auman ökkla, brotna hnúa og svo framvegis." Þetta gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig hjá honum en hann tapaði alls átta boltum í leiknum. En hann byrjaði frábærlega og skoraði 20 stig í fyrsta leikhlutanum. Andrew Bynum skoraði ellefu stig fyrir Lakers og Pau Gasol tók sextán fráköst í leiknum. Hjá Chicago skoraði Luol Deng 21 stig rétt eins og Derrick Rose. Joakim Noah var með ellefu stig og 20 fráköst. Miami vann Toronto, 115-95. Michael Beasley jafnaði persónulegt met í leiknum og skoraði 28 stig. Dwyane Wade var með nítján stig en hvíldi allan fjórða leikhluta. Cleveland vann New Jersey, 99-89. LeBron James skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Charlotte vann New York, 94-87. Stephen Jackson skoraði 24 stig fyrir Charlotte. Houston vann Detroit, 107-96. Tracy McGrady lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með Houston en þeir Luis Scola og Aaron Brooks voru stigahæstir með 23 stig hvor. Phoenix vann San Antonio, 116-104. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og tók fjórtán fráköst í leiknum. Varamaðurinn Goran Dragic átti góðan leik og skoraði átján stig sem er persónulegt met. Phoenix hefur unnið alla níu leiki sína á heimavelli til þessa. Portland vann Sacramento, 95-88, þar sem LaMarcus Aldridge skoraði mikilvæga körfu undir lok leiksins þó svo að hann hafi átt við ökklameiðsli að stríða. Portland hafði tapað síðustu tveimur leikjum fyrir þennan.
NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira