Fótbolti

Ég hata Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arjen Robben, leikmaður Real Madrid.
Arjen Robben, leikmaður Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Arjen Robben er ekki hrifinn af því að spila með Liverpool en hans menn í Real Madrid munu kljást við leikmenn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Liðin mætast í Madríd annað kvöld og svo á heimavelli Liverpool eftir tvær vikur.

Robben þekkir vel til Liverpool enda mætti hann liðinu margoft frá því að hann lék með Chelsea. Til að mynda tapaði Chelsea í tvígang fyrir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þegar Robben var hjá Chelsea - 2005 og 2007.

„Mig langar mjög mikið til að vinna Liverpool. Þetta er mjög sterkt lið en þegar ég var hjá Chelsea var ég ekki hrifinn af því að spila gegn því."

„Mér fannst betra að spila gegn Manchester United eða Arsenal því Liverpool kann ekki að spila góða knattspyrnu. Þeir eru mjög harðir fyrir, duglegir og hlaupa mikið. Þeir mæta líka mjög vel undirbúnir til leiks."

Real Madrid hefur náð mjög góðum árangri að undanförnu undir stjórn Juande Ramos. „Real er þessa stundina að spila sinn besta bolta. Við þurfum að passa spennustigið hjá okkur því það hefur verið mikið rætt um þennan leik," sagði Robben.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×