Federer getur komist í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 06:00 Rafael Nadal og Roger Federer - tveir bestu tenniskappar heims. Nordic Photos / AFP Roger Federer getur í dag jafnað met Pete Sampras ef hann vinnur sinn fjórtánda slemmutitil í dag. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitum ástralska meistaramótsins í tennis í dag. Viðureignin hefst klukkan 08.30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Bandaríkjamaðurinn Sampras vann fjórtán stórmót á sínum ferli sem er met. Federer hefur stefnt að því leynt og ljóst að bæta það met og getur hann tekið skref í átt að þeim áfanga. Nadal er þó í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins sem stendur og hafði betur gegn Federer í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar. Sú viðureign stóð yfir í tæpa fimm klukkustundir og þurfti sífellt að gera hlé á henni vegna rigningar. Almennt er talið að sú viðureign sé með þeirri allra bestu sem fram hafi farið í sögu íþróttarinnar. Federer var þá að reyna að vinna sinn sjötta Wimbledon-titil í röð en þetta var fyrsti slemmutitill Nadal fyrir utan opna franska meistaramótið sem hann hefur unnið í fjögur skipti í röð. Hann hefur því unnið stórmót bæði á leir og grasi en aldrei á hörðu yfirborði líkt og keppt er á í Ástralíu. Nadal hefur því alls unnið fimm slemmutitla en hefur þó betur í innbyrðisviðureignum þeirra, hefur unnið tólf af átján. Þar af fjóra af sex úrslitaleikjum þeirra á stórmótum. Federer jafnaði sig þó á tapinu á Wimbledon í sumar og fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í september. Hann hefur verið í góðu formi í Ástralíu og vann sigur á Andy Roddick í undanúrslitunum í þremur settum. Nadal fór hins vegar erfiða leið í úrslitin og hafði betur gegn landa sínum, Fernando Verdasco, í undanúrslitunum í sannkallaðri maraþonviðureign. Hún stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Federer keppti á fimmtudaginn en Nadal á föstudaginn og fékk því fyrrnefndi þar að auki lengri hvíld fyrir úrslitaviðureignina. „Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á Rafa," sagði Federer um andstæðing sinn í dag. „Hann átti marga auðveldar viðureignir fyrir undanúrslitin. Hann fékk vissulega styttri tíma til að jafna sig en maður verður bara að gera það eftir svona leiki. Ég hef fulla trú á því að hann geri það." Og hann sagði að þetta væri einstakt tækifæri fyrir sig. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig, sérstaklega þar sem ég er ekki lengur í efsta sæti heimslistans. Hérna á ég möguleika á ná mínum fjórtánda slemmutitli og um leið vinna stigahæsta keppanda heims." „Það var hérna sem ég varð meistari og um leið stigahæsti keppandi heims árið 2004 og því hef ég ávallt fundið fyrir sérstökum tengslum við þetta mót. Það er allt til reiðu fyrir frábæra viðureign. Ég vona að við getum staðið undir væntingunum eins og við gerðum á Wimbledon-mótinu." Erlendar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Roger Federer getur í dag jafnað met Pete Sampras ef hann vinnur sinn fjórtánda slemmutitil í dag. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitum ástralska meistaramótsins í tennis í dag. Viðureignin hefst klukkan 08.30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Bandaríkjamaðurinn Sampras vann fjórtán stórmót á sínum ferli sem er met. Federer hefur stefnt að því leynt og ljóst að bæta það met og getur hann tekið skref í átt að þeim áfanga. Nadal er þó í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins sem stendur og hafði betur gegn Federer í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar. Sú viðureign stóð yfir í tæpa fimm klukkustundir og þurfti sífellt að gera hlé á henni vegna rigningar. Almennt er talið að sú viðureign sé með þeirri allra bestu sem fram hafi farið í sögu íþróttarinnar. Federer var þá að reyna að vinna sinn sjötta Wimbledon-titil í röð en þetta var fyrsti slemmutitill Nadal fyrir utan opna franska meistaramótið sem hann hefur unnið í fjögur skipti í röð. Hann hefur því unnið stórmót bæði á leir og grasi en aldrei á hörðu yfirborði líkt og keppt er á í Ástralíu. Nadal hefur því alls unnið fimm slemmutitla en hefur þó betur í innbyrðisviðureignum þeirra, hefur unnið tólf af átján. Þar af fjóra af sex úrslitaleikjum þeirra á stórmótum. Federer jafnaði sig þó á tapinu á Wimbledon í sumar og fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í september. Hann hefur verið í góðu formi í Ástralíu og vann sigur á Andy Roddick í undanúrslitunum í þremur settum. Nadal fór hins vegar erfiða leið í úrslitin og hafði betur gegn landa sínum, Fernando Verdasco, í undanúrslitunum í sannkallaðri maraþonviðureign. Hún stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Federer keppti á fimmtudaginn en Nadal á föstudaginn og fékk því fyrrnefndi þar að auki lengri hvíld fyrir úrslitaviðureignina. „Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á Rafa," sagði Federer um andstæðing sinn í dag. „Hann átti marga auðveldar viðureignir fyrir undanúrslitin. Hann fékk vissulega styttri tíma til að jafna sig en maður verður bara að gera það eftir svona leiki. Ég hef fulla trú á því að hann geri það." Og hann sagði að þetta væri einstakt tækifæri fyrir sig. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig, sérstaklega þar sem ég er ekki lengur í efsta sæti heimslistans. Hérna á ég möguleika á ná mínum fjórtánda slemmutitli og um leið vinna stigahæsta keppanda heims." „Það var hérna sem ég varð meistari og um leið stigahæsti keppandi heims árið 2004 og því hef ég ávallt fundið fyrir sérstökum tengslum við þetta mót. Það er allt til reiðu fyrir frábæra viðureign. Ég vona að við getum staðið undir væntingunum eins og við gerðum á Wimbledon-mótinu."
Erlendar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira