LeBron James skaut Milwaukee í kaf 21. febrúar 2009 13:36 LeBron James var sjóðandi heitur í nótt AP LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu. James skoraði þriggja stiga körfu af meira en tíu metra færi um leið og lokaflautið gall í fyrri hálfleik og skoraði svo 16 stig á innan við þremur fyrstu mínútunum í síðari hálfleik. James gaf líka 9 stoðsendingar í leiknum. Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee en var svo rekinn í bað fyrir áflog. "Þetta var eins og að horfa á mann spila tölvuleik," sagði Zydrunas Ilgauskas, miðherji Cleveland þegar hann lýsti frammistöðu félaga síns. "Stundum verður maður að þjálfa sjálfan sig, setjast niður, þegja og njóta sýningarinnar," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. Þetta var í sjöunda sinn sem James skorar yfir 50 stig á útivelli á ferlinum og aðeins Michael Jordan (13) og Kobe Bryant (9) hafa gert það oftar í NBA síðan árið 1986. LA Lakers vann góðan sigur á New Orleans í framlengdum leik 115-111 þar sem Kobe Bryant tryggði Lakers sigurinn með því að taka yfir leikinn í framlengingu. Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers og Lamar Odom var með 20 stig og 12 fráköst. Rasual Butler var með 31 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 21 stig og 16 stoðsendingar. Enn skorar Phoenix 140 stig. Lið Phoenix Suns hefur farið hamförum síðan Alvin Gentry tók við þjálfun liðsins af Terry Porter og í nótt vann liðið 140-118 sigur á Oklahoma. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Phoenix skorar 140 stig og það hefur ekki gerst í NBA í 18 ár. Leandro Barbosa kom inn í byrjunarlið Phoenix og setti persónulegt met með 41 stigi. Jason Richardson skoraði 34 stig og Shaquille O´Neal 22 stig. Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma, sem var mest 35 stigum undir í leiknum en náði að minnka muninn niður í sex stig í síðari hálfleik áður en Phoenix tók annan sprett og kláraði leikinn. Phoenix mætir næst meisturum Boston Celtics og Alvin Gentry þjálfari hafði þetta um þann leik að segja: "Ég lofa því að við skorum ekki 140 stig í næsta leik." Orlando lagði Charlotte 92-80 á útivelli. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en Raymond Felton 16 fyrir Charlotte. New York burstaði Toronto 127-97. Wilson Chandler skoraði 32 stig fyrir New York og David Lee var með 24 stig og 15 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 18 stig fyrir Toronto. Houston lagði granna sína í Dallas á heimavelli 93-86. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en JJ Barea 26 fyrir Dallas. Chicago vann góðan sigur á Denver á heimavelli 116-99 þar sem Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago en Cauncey Billups skoraði 25 fyrir Denver. Indiana lagði Minnesota úti 112-105, Sacramento lagði Memphis á útivelli 115-106, Portland lagði Atlanta 108-98 og New Jersey tapaði heima fyrir Washington 107-96. Staðan í NBA deildinni NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu. James skoraði þriggja stiga körfu af meira en tíu metra færi um leið og lokaflautið gall í fyrri hálfleik og skoraði svo 16 stig á innan við þremur fyrstu mínútunum í síðari hálfleik. James gaf líka 9 stoðsendingar í leiknum. Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee en var svo rekinn í bað fyrir áflog. "Þetta var eins og að horfa á mann spila tölvuleik," sagði Zydrunas Ilgauskas, miðherji Cleveland þegar hann lýsti frammistöðu félaga síns. "Stundum verður maður að þjálfa sjálfan sig, setjast niður, þegja og njóta sýningarinnar," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. Þetta var í sjöunda sinn sem James skorar yfir 50 stig á útivelli á ferlinum og aðeins Michael Jordan (13) og Kobe Bryant (9) hafa gert það oftar í NBA síðan árið 1986. LA Lakers vann góðan sigur á New Orleans í framlengdum leik 115-111 þar sem Kobe Bryant tryggði Lakers sigurinn með því að taka yfir leikinn í framlengingu. Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers og Lamar Odom var með 20 stig og 12 fráköst. Rasual Butler var með 31 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 21 stig og 16 stoðsendingar. Enn skorar Phoenix 140 stig. Lið Phoenix Suns hefur farið hamförum síðan Alvin Gentry tók við þjálfun liðsins af Terry Porter og í nótt vann liðið 140-118 sigur á Oklahoma. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Phoenix skorar 140 stig og það hefur ekki gerst í NBA í 18 ár. Leandro Barbosa kom inn í byrjunarlið Phoenix og setti persónulegt met með 41 stigi. Jason Richardson skoraði 34 stig og Shaquille O´Neal 22 stig. Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma, sem var mest 35 stigum undir í leiknum en náði að minnka muninn niður í sex stig í síðari hálfleik áður en Phoenix tók annan sprett og kláraði leikinn. Phoenix mætir næst meisturum Boston Celtics og Alvin Gentry þjálfari hafði þetta um þann leik að segja: "Ég lofa því að við skorum ekki 140 stig í næsta leik." Orlando lagði Charlotte 92-80 á útivelli. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en Raymond Felton 16 fyrir Charlotte. New York burstaði Toronto 127-97. Wilson Chandler skoraði 32 stig fyrir New York og David Lee var með 24 stig og 15 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 18 stig fyrir Toronto. Houston lagði granna sína í Dallas á heimavelli 93-86. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en JJ Barea 26 fyrir Dallas. Chicago vann góðan sigur á Denver á heimavelli 116-99 þar sem Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago en Cauncey Billups skoraði 25 fyrir Denver. Indiana lagði Minnesota úti 112-105, Sacramento lagði Memphis á útivelli 115-106, Portland lagði Atlanta 108-98 og New Jersey tapaði heima fyrir Washington 107-96. Staðan í NBA deildinni
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira