Buffett hraunar yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku 4. maí 2009 12:59 Warren Buffett stjórnarformaður Berkshire Hathaway notaði tækifærið á aðalfundi félagsins um helgina til þess að hrauna yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku sem leiddi til fjármálakreppunnar nú. Aðalfundir Berkshire hafa ætíð vakið mikla athygli og kallast raunar Woodstock fjármálaheimsins. Mætingin í ár sló öll met en 35.000 manns sóttu fundinn í Omaha Nebraska. Fundurinn nú var haldinn í skugga fyrstu niðursveiflu Berkshire í sögunni en félagið tapaði 35% af markaðsvirði sínu á síðasta ári. Það var þó augljóst að fundarmenn hafa enn trú á „spámanninum frá Omaha". Í umfjöllun Bloomberg og fleiri fjölmiðla segir að hörð gagnrýni kom fram í máli Buffett er hann ræddi um aðdraganda kreppunnar og ástæðurnar fyrir henni. Hann sagði m.a. að svo virtist sem bankamenn, tryggingarfélög og eftirlitsstofnanir hafi verið gersamlega blinduð gagnvart þeim möguleika að verð á íbúðahúsnæði gæti lækkað. Vanhæfni þeirra til að sjá þetta fyrir hafi skapað verstu kreppu í meira en hálfa öld. Buffett segir að Wall Street hafi selt undirmálslána úrganginn og síðan skellt skuldinni á fjölmiðla og eftirlitsaðila fyrir að sjá ekki áhættuna fyrirfram. „Ég held að allir sem tengdust fjármálaheiminum hafi komið að málinu," segir Buffett. „Sumt af þessu var græðgi, sumt var heimska og sumt var fólk sem sagði að aðrir hefðu gert þetta." Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Warren Buffett stjórnarformaður Berkshire Hathaway notaði tækifærið á aðalfundi félagsins um helgina til þess að hrauna yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku sem leiddi til fjármálakreppunnar nú. Aðalfundir Berkshire hafa ætíð vakið mikla athygli og kallast raunar Woodstock fjármálaheimsins. Mætingin í ár sló öll met en 35.000 manns sóttu fundinn í Omaha Nebraska. Fundurinn nú var haldinn í skugga fyrstu niðursveiflu Berkshire í sögunni en félagið tapaði 35% af markaðsvirði sínu á síðasta ári. Það var þó augljóst að fundarmenn hafa enn trú á „spámanninum frá Omaha". Í umfjöllun Bloomberg og fleiri fjölmiðla segir að hörð gagnrýni kom fram í máli Buffett er hann ræddi um aðdraganda kreppunnar og ástæðurnar fyrir henni. Hann sagði m.a. að svo virtist sem bankamenn, tryggingarfélög og eftirlitsstofnanir hafi verið gersamlega blinduð gagnvart þeim möguleika að verð á íbúðahúsnæði gæti lækkað. Vanhæfni þeirra til að sjá þetta fyrir hafi skapað verstu kreppu í meira en hálfa öld. Buffett segir að Wall Street hafi selt undirmálslána úrganginn og síðan skellt skuldinni á fjölmiðla og eftirlitsaðila fyrir að sjá ekki áhættuna fyrirfram. „Ég held að allir sem tengdust fjármálaheiminum hafi komið að málinu," segir Buffett. „Sumt af þessu var græðgi, sumt var heimska og sumt var fólk sem sagði að aðrir hefðu gert þetta."
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira