Gjaldþrot Landic kostar danska banka tugi milljarða 16. júní 2009 09:12 Talið er að gjaldþrot þriggja dótturfélaga Landic Property í Danmörku muni kosta nokkra danska banka tugi milljarða kr. Þetta kemur fram í frétt í Berlingske Tidende í morgun undir fyrirsögninni „Fasteignafélög í milljarðagjaldþrotum". Bankar þeir sem hér um ræðir eru litlir og meðalstórir danskir bankar en þeir stærstu voru ekki með nein lán að ráði hjá félögunum þremur, Keops Development, Landic Property A/S og Landic Investment A/S. Í heildina á Landic eignir sem nema yfir hálfri milljón fermetra, að mestu vel staðsettar skrifstofubyggingar á höfuðborgarsvæðinu í Danmörku. Er félagið því eitt stærsta fasteignafélag landsins. Fram kemur í Berlingske að það sé mjög erfitt að gera sér grein fyrir hve skuldir fyrrgreindra þrotabúa séu miklar þar sem ekkert af þessum félögum hafi skilað inn ársreikningum fyrir árið 2008. Samkvæmt ársreikningum þeirra fyrir 2007 er hinsvegar ljóst að eigið fé þeirra, sem áður nam 2,2 milljörðum danskra kr. var orðið neikvætt um áramótin 2007/2008. Blaðið segir að eigendur Landic, það er Stoðir, hafi í örvæntingu reynt að selja eignir sínar en án árangurs en Landic hefur verið í greiðslustöðvun í Danmörku frá því í apríl s.l. Nú séu hinsvegar auknar líkur á því að þessar eignir verði settar á brunaútsölu. Fram kemur að nokkur félög Landic í Danmörku séu ekki með í þessari gjaldþrotahrinu nú. Þar á meðal eru félögin sem eiga Magasin du Nord og Illum og nokkur félög sem voru með Keops í milljarða danskra kr. fjárfestingum aðallega í Svíþjóð en einnig í kaupunum á aðalstöðvum SAS í Danmörku. Þessi félög séu þó öll á fallandi fæti og í fleiri tilvikum ekki í standi til að borga vexti og afborganir af lánum sínum. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talið er að gjaldþrot þriggja dótturfélaga Landic Property í Danmörku muni kosta nokkra danska banka tugi milljarða kr. Þetta kemur fram í frétt í Berlingske Tidende í morgun undir fyrirsögninni „Fasteignafélög í milljarðagjaldþrotum". Bankar þeir sem hér um ræðir eru litlir og meðalstórir danskir bankar en þeir stærstu voru ekki með nein lán að ráði hjá félögunum þremur, Keops Development, Landic Property A/S og Landic Investment A/S. Í heildina á Landic eignir sem nema yfir hálfri milljón fermetra, að mestu vel staðsettar skrifstofubyggingar á höfuðborgarsvæðinu í Danmörku. Er félagið því eitt stærsta fasteignafélag landsins. Fram kemur í Berlingske að það sé mjög erfitt að gera sér grein fyrir hve skuldir fyrrgreindra þrotabúa séu miklar þar sem ekkert af þessum félögum hafi skilað inn ársreikningum fyrir árið 2008. Samkvæmt ársreikningum þeirra fyrir 2007 er hinsvegar ljóst að eigið fé þeirra, sem áður nam 2,2 milljörðum danskra kr. var orðið neikvætt um áramótin 2007/2008. Blaðið segir að eigendur Landic, það er Stoðir, hafi í örvæntingu reynt að selja eignir sínar en án árangurs en Landic hefur verið í greiðslustöðvun í Danmörku frá því í apríl s.l. Nú séu hinsvegar auknar líkur á því að þessar eignir verði settar á brunaútsölu. Fram kemur að nokkur félög Landic í Danmörku séu ekki með í þessari gjaldþrotahrinu nú. Þar á meðal eru félögin sem eiga Magasin du Nord og Illum og nokkur félög sem voru með Keops í milljarða danskra kr. fjárfestingum aðallega í Svíþjóð en einnig í kaupunum á aðalstöðvum SAS í Danmörku. Þessi félög séu þó öll á fallandi fæti og í fleiri tilvikum ekki í standi til að borga vexti og afborganir af lánum sínum.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira