Woodstock fjármálaheimsins haldið um næstu helgi 29. apríl 2009 09:58 Aðalfundur Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags milljarðamæringsins Warren Buffett, verður haldið um næstu helgi en fundir þessir hafa gengið undir nafninu Woodstock fjármálaheimsins. Á síðasta ári mættu yfir 30.000 manns á fundinn og hlustuðu á Buffett skýra frá skoðunum sínum á ýmsum málum allt frá bandarískum hafnarbolta og að Paris Hilton. Bloomberg fréttaveitan segir að í ár muni Buffett hinsvegar einbeita sér að þeim leiðum sem hægt er að fara til að snúa við rekstri félags síns eftir versta ár í sögu þess. Buffett þarf að róa hluthafa sína eftir að markaðsverðmæti Berkshire Hathaway hefur minnkað um 37% frá ársbyrjun 2008, slæma fjárfestingu í olíufélaginu ConcoPhillips og lækkun á lánshæfismati Berkshire Hathaway hjá matsfyrirtækjum. Engar hömlur hafa hingað til verið settar á þær spurningar sem hluthafar geta beint til Buffett á þessum fundum og hafa þær verið allt frá hugleiðingum um íþróttir og upp í tengsl Buffett við Jesú Krist. Í ár verður þessu breytt þannig að helmingur spurninganna verður að snúast um málefni Berkshire Hathaway. „Þessi fundur verður á mun alvarlegri nótum en áður," segir Bill Bergman greinandi hjá Morningstar Inc. „Hluthafar í Berkshire eru ekki vanir að sjá 40% niðursveiflu og við erum á alvarlegum tímapunkti í efnahagsmálum." Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Aðalfundur Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags milljarðamæringsins Warren Buffett, verður haldið um næstu helgi en fundir þessir hafa gengið undir nafninu Woodstock fjármálaheimsins. Á síðasta ári mættu yfir 30.000 manns á fundinn og hlustuðu á Buffett skýra frá skoðunum sínum á ýmsum málum allt frá bandarískum hafnarbolta og að Paris Hilton. Bloomberg fréttaveitan segir að í ár muni Buffett hinsvegar einbeita sér að þeim leiðum sem hægt er að fara til að snúa við rekstri félags síns eftir versta ár í sögu þess. Buffett þarf að róa hluthafa sína eftir að markaðsverðmæti Berkshire Hathaway hefur minnkað um 37% frá ársbyrjun 2008, slæma fjárfestingu í olíufélaginu ConcoPhillips og lækkun á lánshæfismati Berkshire Hathaway hjá matsfyrirtækjum. Engar hömlur hafa hingað til verið settar á þær spurningar sem hluthafar geta beint til Buffett á þessum fundum og hafa þær verið allt frá hugleiðingum um íþróttir og upp í tengsl Buffett við Jesú Krist. Í ár verður þessu breytt þannig að helmingur spurninganna verður að snúast um málefni Berkshire Hathaway. „Þessi fundur verður á mun alvarlegri nótum en áður," segir Bill Bergman greinandi hjá Morningstar Inc. „Hluthafar í Berkshire eru ekki vanir að sjá 40% niðursveiflu og við erum á alvarlegum tímapunkti í efnahagsmálum."
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira