Viðskipti erlent

Reiknað með aukinni sölu á frystum fiski í Bretlandi

Reiknað er með að sala á frosnum matvælum í Bretlandi muni nema ríflega 5 milljörðum punda á þessu ári, og mest verði aukningin í sölu á frystum sjávarafurðum.

Það er álit Brian Young, framkvæmdastjóra British Frozen Food Federation. Í lok nóvember í fyrra nam aukningin á sölu frosinna matvæla 5,8%. Þrátt fyrir efnahagskreppunna hefur sala á frosnum matvælum vaxið í 10 ársfjórðunga samfellt.

Fjallað er um málið á vefsíðunni Interseafood.com. Þar segir að sala á frystum fiski hafi aukist um 8,4 % á ári, mun meira en markaðurinn í heild.

Í verðmætum talið var salan til nóvemberloka í fyrra 689,5 milljónir punda eða 115,4 milljarðar kr. á móti 636,2 milljónum punda eða 106,5 milljörðum kr. á sama tímabili 2007. Magnið hefur einnig aukist, úr 116 þúsund tonnum 2007 í ríflega 123 þúsund tonn árið 2008.

Neytendur velja frosin matvæli vegna næringargildis, hagstæðs verðs og þess að ekkert fer til spillis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×