Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna mætir aftur fyrir bandaríkjaþing í dag til þess að svara spurningum um þær aðgerðir sem seðlabankinn hefur gripið til og mun fara í, til að takast á við efnahagsástandið í Bandaríkjunum.
Aðgerðir sem bandaríska ríkið réðst í á síðasta ári til þess að bjarga fyrirtækjum á borð við tryggingarisann AIG hafa farið fyrir brjóstið á mörgum lögspekingum og almenningi í Bandaríkjunum, og ekki er ólíklegt að Bernanke þurfi að útskýra þær fyrir þinginu.
Bernanke mætti einnig fyrir þingið í gær en þá útskýrði hann horfur bankans í efnahagsmálum.
Bernanke mætir fyrir þingið í dag
