Financial Times tekur upp hanskann fyrir Íslendinga 12. ágúst 2009 10:58 Leiðari breska blaðsins Financial Times er í dag helgaður Icesave samningunum og mögulegum afleiðingum þess máls. Þar er hanskinn tekinn upp fyrir Íslendinga og mælt með því að málsaðilar skipti betur með sér þeim byrðum sem af Icesave hafa hlotist. Leiðarahöfundur segir að Bretar og Hollendingar hafi ekki gert ráð fyrir slæmum viðtökum íslenskra kjósenda við samningnum. Málið sitji nú fast í nefndum Alþingis og ekki útlit fyrir að samningurinn fái brautargengi á þeim bænum. Blaðið bendir á að þó að upphæðin sem samið hafi verið um að Íslendingar þurfi að borga sé lítil miðað við flest ríki. Hins vegar jafngildi samningurinn því að hver Íslendingur þurfi að borga sem svarar tíu þúsund pundum þegar litið er til þess hve fámenna þjóð sé um að ræða. Þá segir einnig að sumir hafi líkt Icesave samningunum við Versalasamningana eftir fyrra stríð en leiðarahöfundi finnst nærtækara að líkja málinu við það sem gerðist í Chile á níunda áratugnum þegar ríkið tók á sig gríðarlegar skuldir sem leiddu til stöðnunar í landinu næstu tíu árin á eftir. Sama gæti gerst á Íslandi að mati blaðsins og spyr leiðarahöfundur hvort sú niðurstaða gagnist nokkrum. Þá er einnig bent á að betri samskipti þessara ríkja geti leitt til þess að betur gangi að varpa ljósi á það sem olli bankahruninu. Meiri líkur yrðu á samstarfi sem aftur myndi auka líkurnar á því að sem mest fáist til baka upp í skuldir Landsbankans. Að mati Financial Times bera allir aðilar ákveðna sök í málinu. Íslendingar og íslensk stjórnvöld beri vissulega sök, en Hollendingar og Bretar hefðu átt að fylgjast betur með og átta sig fyrr á því að kostaboðum Landsbankans varð að fylgja örugg trygging innistæðnanna. þess og því ætti að skipta byrðunum sem af þessu "rugli" hjótast jafnar á málsaðila. Það yrði öllum til hagsbóta þegar fram í sækir.Leiðara FT má lesa hér. Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Leiðari breska blaðsins Financial Times er í dag helgaður Icesave samningunum og mögulegum afleiðingum þess máls. Þar er hanskinn tekinn upp fyrir Íslendinga og mælt með því að málsaðilar skipti betur með sér þeim byrðum sem af Icesave hafa hlotist. Leiðarahöfundur segir að Bretar og Hollendingar hafi ekki gert ráð fyrir slæmum viðtökum íslenskra kjósenda við samningnum. Málið sitji nú fast í nefndum Alþingis og ekki útlit fyrir að samningurinn fái brautargengi á þeim bænum. Blaðið bendir á að þó að upphæðin sem samið hafi verið um að Íslendingar þurfi að borga sé lítil miðað við flest ríki. Hins vegar jafngildi samningurinn því að hver Íslendingur þurfi að borga sem svarar tíu þúsund pundum þegar litið er til þess hve fámenna þjóð sé um að ræða. Þá segir einnig að sumir hafi líkt Icesave samningunum við Versalasamningana eftir fyrra stríð en leiðarahöfundi finnst nærtækara að líkja málinu við það sem gerðist í Chile á níunda áratugnum þegar ríkið tók á sig gríðarlegar skuldir sem leiddu til stöðnunar í landinu næstu tíu árin á eftir. Sama gæti gerst á Íslandi að mati blaðsins og spyr leiðarahöfundur hvort sú niðurstaða gagnist nokkrum. Þá er einnig bent á að betri samskipti þessara ríkja geti leitt til þess að betur gangi að varpa ljósi á það sem olli bankahruninu. Meiri líkur yrðu á samstarfi sem aftur myndi auka líkurnar á því að sem mest fáist til baka upp í skuldir Landsbankans. Að mati Financial Times bera allir aðilar ákveðna sök í málinu. Íslendingar og íslensk stjórnvöld beri vissulega sök, en Hollendingar og Bretar hefðu átt að fylgjast betur með og átta sig fyrr á því að kostaboðum Landsbankans varð að fylgja örugg trygging innistæðnanna. þess og því ætti að skipta byrðunum sem af þessu "rugli" hjótast jafnar á málsaðila. Það yrði öllum til hagsbóta þegar fram í sækir.Leiðara FT má lesa hér.
Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira