Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, blæs til mikillar fjölskylduhátíðar í Grafarholtinu á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli klúbbsins. Hátíðin byrjar klukkan 11 um morguninn og lýkur klukkan 16.00.
Börnin geta farið í golfleikjaþrautir, hoppukastala og svo verður frír ís á meðan birgðir endast.
Í Básum verða fríir boltar allan daginn og einnig verður hægt að fá ókeypis golfkennslu hjá Pro Golf.
Einnig verða kynningar á svæðinu sem og búðir opnar.
Afmælismót klúbbsins fer fram á sama tíma þannig að það verður líflegt í Grafarholtinu allan daginn og GR hvetur fjölskyldur til þess að fjölmenna í stemninguna.