Ótrúlegur sigur Chicago á Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2009 11:23 Derrick Rose tekur skot að körfunni í gær. Nordic Photos / Getty Images Úrslitakeppnin í NBA-deildinni hófst í gær með fjórum leikjum. Óvæntustu úrslitin voru að meistarar Boston töpuðu á heimavelli fyrir Chicago, 105-103, í framlengdum leik. Leikstjórnandinn og nýliðinn Derrick Rose átti stórleik fyrir Chicago og skoraði 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Hann gaf einnig ellefu stoðsendingar í leiknum. Kareem Abdul-Jabbar skoraði einnig 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni sem er met hjá nýliða í sögu NBA-deildarinnar. Rose varð einnig aðeins annar maðurinn í sögunni til að skora minnst 35 stig og gefa stoðsendingar í sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni. Næsti leikur liðanna er á mánudaginn en á þann dag verða nákvæmlega 23 ár liðin frá því að þessi lið mættust í úrslitakeppninni í frægum leik. Michael Jordan skoraði 63 stig í leiknum en Boston fagnaði engu að síður sigri. „Ég vona að þetta verði til þess að við vöknum til lífsins," sagði Paul Pierce sem skoraði 23 stig fyrir Boston í leiknum. „Chicago er ekki bara sátt við að vera í úrslitakeppnina. Þeir vilja ná lengra." Tyrus Thomas skoraði sextán stig fyrir Chicago, þar af sex af átta stigum liðsins í framlengingunni. Hann skoraði sigurkörfu leiksins þegar 51 sekúnda var eftir af framlengingunni. Sigurinn þýðir að Chicago á nú möguleika á að slá Boston úr leik með því að vinna heimaleiki sína í rimmu liðanna. Greinilegt er að Boston saknar Kevin Garnett sem er frá vegna meiðsla. Óvíst er hvort hann verði orðinn klár áður en úrslitakeppninni lýkur. Rajon Rando var með 29 stig í leiknum en Ray Allen átti skelfilegan dag. Hann skoraði fjögur stig og hitti úr einu af tólf skotum. Pierce átti möguleika að tryggja Boston sigur í stöðunni 97-96 fyrir Chicago. Hann fór á vítalínuna og náði að jafna metin en klikkaði á síðara vítinu. Þrjár aðrar rimmur hófust í gær. Dallas gerði sér lítið fyrir og vann San Antonio á útivelli, 105-97. Þetta var fyrsti sigur Dallas á útivelli í úrslitakeppninni í þrjú ár. Josh Howard skoraði 25 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Detroit, 102-84. LeBron James setti niður flautuþrist í lok fyrri hálfleiks og var alls með 38 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar. Houston vann Portland, 108-81. Yao Ming skoraði 24 stig fyrir Houston - öll í fyrri hálfleik. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA-deildinni hófst í gær með fjórum leikjum. Óvæntustu úrslitin voru að meistarar Boston töpuðu á heimavelli fyrir Chicago, 105-103, í framlengdum leik. Leikstjórnandinn og nýliðinn Derrick Rose átti stórleik fyrir Chicago og skoraði 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Hann gaf einnig ellefu stoðsendingar í leiknum. Kareem Abdul-Jabbar skoraði einnig 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni sem er met hjá nýliða í sögu NBA-deildarinnar. Rose varð einnig aðeins annar maðurinn í sögunni til að skora minnst 35 stig og gefa stoðsendingar í sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni. Næsti leikur liðanna er á mánudaginn en á þann dag verða nákvæmlega 23 ár liðin frá því að þessi lið mættust í úrslitakeppninni í frægum leik. Michael Jordan skoraði 63 stig í leiknum en Boston fagnaði engu að síður sigri. „Ég vona að þetta verði til þess að við vöknum til lífsins," sagði Paul Pierce sem skoraði 23 stig fyrir Boston í leiknum. „Chicago er ekki bara sátt við að vera í úrslitakeppnina. Þeir vilja ná lengra." Tyrus Thomas skoraði sextán stig fyrir Chicago, þar af sex af átta stigum liðsins í framlengingunni. Hann skoraði sigurkörfu leiksins þegar 51 sekúnda var eftir af framlengingunni. Sigurinn þýðir að Chicago á nú möguleika á að slá Boston úr leik með því að vinna heimaleiki sína í rimmu liðanna. Greinilegt er að Boston saknar Kevin Garnett sem er frá vegna meiðsla. Óvíst er hvort hann verði orðinn klár áður en úrslitakeppninni lýkur. Rajon Rando var með 29 stig í leiknum en Ray Allen átti skelfilegan dag. Hann skoraði fjögur stig og hitti úr einu af tólf skotum. Pierce átti möguleika að tryggja Boston sigur í stöðunni 97-96 fyrir Chicago. Hann fór á vítalínuna og náði að jafna metin en klikkaði á síðara vítinu. Þrjár aðrar rimmur hófust í gær. Dallas gerði sér lítið fyrir og vann San Antonio á útivelli, 105-97. Þetta var fyrsti sigur Dallas á útivelli í úrslitakeppninni í þrjú ár. Josh Howard skoraði 25 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Detroit, 102-84. LeBron James setti niður flautuþrist í lok fyrri hálfleiks og var alls með 38 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar. Houston vann Portland, 108-81. Yao Ming skoraði 24 stig fyrir Houston - öll í fyrri hálfleik.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira