Íbúar í Huddersfield fá enn ekkert út úr Icesave 7. febrúar 2009 11:05 Útsvarsgreiðendur í Huddersfield í Bretlandi bíða enn eftir því að fá greidda peninga út úr Icesave reikningum Landsbanka Íslands. Um einn milljarður sterlingspunda af skattfé þeirra, eða tæpir 170 milljarðar króna, voru frystir þegar að Landsbankinn hrundi í október. Þar á meðal var ein milljón sterlingspunda, eða um 170 milljónir, frá sveitastjórninni í Kirklees. Á vef breska blaðsins Huddersfield Daily kemur fram að Kirkless hafi átt að fá peningana til baka í síðasta mánuði. Í gær hafi hins vegar verið upplýst að ekkert hefði verið greitt. „Ég kannaði málið í þessari viku og við höfum ekki enn fengið peningana greidda," sagði varaforseti bæjarstjórnar, Kath Pinnock. Pinock segir að Kirklees hafi bundist samtökum við nokkur önnur sveitafélög sem lögðu fé inn í Landsbankann til þess að gera kröfu í innistæður sínar. Pinnock hét því að gera það sem í hennar valdi stæði til að ná peningum sveitarfélagsins til baka. „Ísland er beinlínis gjaldþrota og margir munu líða fyrir það, en útsvarsgreiðendur í Kirklees munu ekki þurfa að líða, fái ég einhverju ráðið," sagði Pinnock. Huddersfield er 146 þúsund manna þéttbýliskjarni um 310 kílómetrum norður af Lundúnum. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Útsvarsgreiðendur í Huddersfield í Bretlandi bíða enn eftir því að fá greidda peninga út úr Icesave reikningum Landsbanka Íslands. Um einn milljarður sterlingspunda af skattfé þeirra, eða tæpir 170 milljarðar króna, voru frystir þegar að Landsbankinn hrundi í október. Þar á meðal var ein milljón sterlingspunda, eða um 170 milljónir, frá sveitastjórninni í Kirklees. Á vef breska blaðsins Huddersfield Daily kemur fram að Kirkless hafi átt að fá peningana til baka í síðasta mánuði. Í gær hafi hins vegar verið upplýst að ekkert hefði verið greitt. „Ég kannaði málið í þessari viku og við höfum ekki enn fengið peningana greidda," sagði varaforseti bæjarstjórnar, Kath Pinnock. Pinock segir að Kirklees hafi bundist samtökum við nokkur önnur sveitafélög sem lögðu fé inn í Landsbankann til þess að gera kröfu í innistæður sínar. Pinnock hét því að gera það sem í hennar valdi stæði til að ná peningum sveitarfélagsins til baka. „Ísland er beinlínis gjaldþrota og margir munu líða fyrir það, en útsvarsgreiðendur í Kirklees munu ekki þurfa að líða, fái ég einhverju ráðið," sagði Pinnock. Huddersfield er 146 þúsund manna þéttbýliskjarni um 310 kílómetrum norður af Lundúnum.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira