NBA í nótt: Orlando og Miami jöfnuðu metin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2009 11:00 Josh Smith reynir að verjast Dwyane Wade í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Orlando og Miami jöfnuðu metin í sínum rimmum en Denver komst í 2-0 gegn New Orleans. Orlando vann Philadelphia, 96-87, þar sem nýliðinn Courtney Lee fór mikinn og skoraði 24 stig. Hedo Turkoglu bætti við sextán stigum og Dwight Howard ellefu og tíu fráköstum. Howard þurfti að fara af velli með sex villur þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og það mátti litlu muna að átján stiga forysta Orlando yrði að engu á þessum kafla. En heimamenn náðu að halda forystunni út leikinn. Andre Miller var með 30 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21 stig, þar af 20 í síðari hálfleik. Miami vann Atlanta, 108-93, á útivelli og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna. Miami átti skelfilegan leik í fyrsta leik liðanna og skoraði ekki nema 64 stig en það var allt annað að sjá til liðsins í nótt. Dwyane Wade fór á kostum og skoraði 33 stig, þar af þrettán stig í röð í lok fyrri hálfleiks. Atlanta náði að minnka muninn tvívegis í fimm stig í fjórða leikhluta en nær komst liðið ekki. Þetta var slæmt tap fyrir liðið enda dugir nú Miami að vinna heimaleiki sína til að komast í næstu umferð úrslitakeppninnar. Atlanta vann engan leik í úrslitakeppninni á útivelli á síðustu leiktíð. Denver vann New Orleans, 108-93. Chauncey Billups fór mikinn í liði Denver og skoraði 31 stig. Hann hefur farið á kostum í þessum tveimur leikjum liðanna í úrslitakeppninni. Alls hefur hann skorað 67 stig í leikjunum tveimur, hitt úr tólf af fimmtán þriggja stiga skotum og öllum nítján vítaköstum sínum. Þar að auki hefur hann gefið tólf stoðsendingar og ekki tapað einum einasta bolta. Sigur Denver var mjög öruggur en næstu leikir fara fram á heimavelli New Orleans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1985 að Denver kemst í 2-0 forystu í einvígi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. David West var með 21 stig fyrir New Orleans, Peja Stojakovic sautján og Chris Paul fjórtán stig og þrettán stoðsendingar. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Orlando og Miami jöfnuðu metin í sínum rimmum en Denver komst í 2-0 gegn New Orleans. Orlando vann Philadelphia, 96-87, þar sem nýliðinn Courtney Lee fór mikinn og skoraði 24 stig. Hedo Turkoglu bætti við sextán stigum og Dwight Howard ellefu og tíu fráköstum. Howard þurfti að fara af velli með sex villur þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og það mátti litlu muna að átján stiga forysta Orlando yrði að engu á þessum kafla. En heimamenn náðu að halda forystunni út leikinn. Andre Miller var með 30 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21 stig, þar af 20 í síðari hálfleik. Miami vann Atlanta, 108-93, á útivelli og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna. Miami átti skelfilegan leik í fyrsta leik liðanna og skoraði ekki nema 64 stig en það var allt annað að sjá til liðsins í nótt. Dwyane Wade fór á kostum og skoraði 33 stig, þar af þrettán stig í röð í lok fyrri hálfleiks. Atlanta náði að minnka muninn tvívegis í fimm stig í fjórða leikhluta en nær komst liðið ekki. Þetta var slæmt tap fyrir liðið enda dugir nú Miami að vinna heimaleiki sína til að komast í næstu umferð úrslitakeppninnar. Atlanta vann engan leik í úrslitakeppninni á útivelli á síðustu leiktíð. Denver vann New Orleans, 108-93. Chauncey Billups fór mikinn í liði Denver og skoraði 31 stig. Hann hefur farið á kostum í þessum tveimur leikjum liðanna í úrslitakeppninni. Alls hefur hann skorað 67 stig í leikjunum tveimur, hitt úr tólf af fimmtán þriggja stiga skotum og öllum nítján vítaköstum sínum. Þar að auki hefur hann gefið tólf stoðsendingar og ekki tapað einum einasta bolta. Sigur Denver var mjög öruggur en næstu leikir fara fram á heimavelli New Orleans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1985 að Denver kemst í 2-0 forystu í einvígi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. David West var með 21 stig fyrir New Orleans, Peja Stojakovic sautján og Chris Paul fjórtán stig og þrettán stoðsendingar.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira