Starfsfólki skókeðju JJB Sports sagt upp 19. febrúar 2009 10:29 438 starfsmönnum tveggja fyrirtækja í eigu bresku íþróttavörukeðjunnar JJB Sports hefur verið sagt upp, að kröfu KPMG í Bretlandi, sem fer með greiðslustöðvun verslananna. Íslenska ríkið er einn stærsti hluthafi JJB Sports eftir að Kaupþing leysti til sín tæpan þriðjungshlut Exista og Chris Ronnie með veðkalli. Starfsmennirnir unnu allir hjá skóverslunum JJB Sports, Original Shoe Company og Qube, sem óskuðu eftir greiðslustöðvun í síðustu viku. Rúmum helmingi verslana Original Shoe Company hefur nú verið lokað en átta af þrettán verslunum Qube. Samkvæmt ársreikningi JJB Sports töpuðu þessi tvö félög samtals fimmtán milljónum punda á síðasta ári, eða tæplega 2,5 milljörðum króna. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Richard Fleming hjá KPMG, í dag, að talsvert sé síðan legið hafi fyrir að skóverslanirnar hafi verið reknar með tapi í skugga mjög erfiðra aðstæðna í breskri smásöluverslun um þessar mundir. Því hafi fátt annað komið til greina en að loka hluta þeirra. Eins og margoft hefur komið fram á JJB Sports í miklum erfiðleikum og reynir nú að selja heilsuræktarstöðvar sínar, Fitness Club, með það fyrir augum að bæta fjárhagsstöðuna. Talið er að salan geti skilað um 50 milljónum punda og verði í framhaldinu hægt að gera að miklu leyti upp skuldir verslunarinnar gagnvart lánadrottnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
438 starfsmönnum tveggja fyrirtækja í eigu bresku íþróttavörukeðjunnar JJB Sports hefur verið sagt upp, að kröfu KPMG í Bretlandi, sem fer með greiðslustöðvun verslananna. Íslenska ríkið er einn stærsti hluthafi JJB Sports eftir að Kaupþing leysti til sín tæpan þriðjungshlut Exista og Chris Ronnie með veðkalli. Starfsmennirnir unnu allir hjá skóverslunum JJB Sports, Original Shoe Company og Qube, sem óskuðu eftir greiðslustöðvun í síðustu viku. Rúmum helmingi verslana Original Shoe Company hefur nú verið lokað en átta af þrettán verslunum Qube. Samkvæmt ársreikningi JJB Sports töpuðu þessi tvö félög samtals fimmtán milljónum punda á síðasta ári, eða tæplega 2,5 milljörðum króna. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Richard Fleming hjá KPMG, í dag, að talsvert sé síðan legið hafi fyrir að skóverslanirnar hafi verið reknar með tapi í skugga mjög erfiðra aðstæðna í breskri smásöluverslun um þessar mundir. Því hafi fátt annað komið til greina en að loka hluta þeirra. Eins og margoft hefur komið fram á JJB Sports í miklum erfiðleikum og reynir nú að selja heilsuræktarstöðvar sínar, Fitness Club, með það fyrir augum að bæta fjárhagsstöðuna. Talið er að salan geti skilað um 50 milljónum punda og verði í framhaldinu hægt að gera að miklu leyti upp skuldir verslunarinnar gagnvart lánadrottnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira