Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að írski varnarmaðurinn John O´Shea verði í byrjunarliði United þegar það mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar í næstu viku.
O´Shea hefur ekki átt fast sæti í liði United í vetur en fjölhæfni hans hefur reynst liðinu ómetanleg. O´Shea getur leyst allar stöður í vörninni og hefur líka spilað á miðjunni og meira að segja í markinu.
"John á skilið að vera í liðinu og hann er orðinn fastamaður vegna meiðsla manna eins og Gary Neville og Wes Brown. Í mínum huga er O´Shea gríðarlega vanmetinn leikmaður líkt og Dennis Irwin var á sínum tíma. Hann getur spilað hvar sem er á vellinum og hefur bætt sig mikið af því hann hefur fengið að spila meira," sagði Ferguson.