Boston stöðvaði sigurgöngu Orlando 23. janúar 2009 13:17 AP Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar viðureign Orlando og Boston, tveggja af toppliðum deildarinnar. Það voru meistarar Boston sem höfðu sigur 90-80 á útivelli og unnu þar með sjöunda leik sinn í röð eftir að hafa hikstað um tíma í síðasta mánuði. Tap Orlando batt jafnframt enda á sjö leikja sigurgöngu liðsins og velti því úr toppsæti NBA deildarinnar. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst fyrir Boston, Glen Davis setti persónulegt met í vetur með 16 stigum og Kevin Garnett var sömuleiðis með 16 stig. Rashard Lewis skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en tröllið Dwight Howard var aðeins með 11 stig og 11 fráköst. Þetta var lægsta stigaskor Orlando í leik á tímabilinu og hafði það mikið með varnarleik meistaranna að gera. "Ég er vanur að láta leikmennina bera ábyrgð á hlutnum úti á vellinum, en ég tek þetta alveg á mig," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. "Í þetta sinn er það hinsvegar ég sem ber ábyrgðina. Það var undir mér komið að finna leiðir fyrir okkur til að fá góð skot og ég er svekktur út í sjálfan mig," sagði Van Gundy fúll. Boston vann aðeins tvo af níu leikjum sínum á undan sjö leikja sigurgöngu sinni nú. Los Angeles Lakers vann auðveldan stórsigur á Washington á heimavelli sínum 117-97. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers annan leikinn í röð með 23 stig og 13 fráköst og Pau Gasol var með 18 stig. Antawn Jamison skoraði 19 stig fyrir Washington.Á miðnætti í nótt verður Stöð 2 Sport með beina útsendingu frá leik Detroit Pistons og Dallas Mavericks. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar viðureign Orlando og Boston, tveggja af toppliðum deildarinnar. Það voru meistarar Boston sem höfðu sigur 90-80 á útivelli og unnu þar með sjöunda leik sinn í röð eftir að hafa hikstað um tíma í síðasta mánuði. Tap Orlando batt jafnframt enda á sjö leikja sigurgöngu liðsins og velti því úr toppsæti NBA deildarinnar. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst fyrir Boston, Glen Davis setti persónulegt met í vetur með 16 stigum og Kevin Garnett var sömuleiðis með 16 stig. Rashard Lewis skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en tröllið Dwight Howard var aðeins með 11 stig og 11 fráköst. Þetta var lægsta stigaskor Orlando í leik á tímabilinu og hafði það mikið með varnarleik meistaranna að gera. "Ég er vanur að láta leikmennina bera ábyrgð á hlutnum úti á vellinum, en ég tek þetta alveg á mig," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. "Í þetta sinn er það hinsvegar ég sem ber ábyrgðina. Það var undir mér komið að finna leiðir fyrir okkur til að fá góð skot og ég er svekktur út í sjálfan mig," sagði Van Gundy fúll. Boston vann aðeins tvo af níu leikjum sínum á undan sjö leikja sigurgöngu sinni nú. Los Angeles Lakers vann auðveldan stórsigur á Washington á heimavelli sínum 117-97. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers annan leikinn í röð með 23 stig og 13 fráköst og Pau Gasol var með 18 stig. Antawn Jamison skoraði 19 stig fyrir Washington.Á miðnætti í nótt verður Stöð 2 Sport með beina útsendingu frá leik Detroit Pistons og Dallas Mavericks.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira