Tiger er kominn á fulla ferð - tryggði sér sigur með lokapúttinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2009 09:30 Tiger Woods fagnar sigri á mótinu í gær. Mynd/GettyImages Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót eftir endurkomuna úr hnémeiðslum með eftirminnilegum hætti í gær. Tiger tryggði sér sigurinn á Arnold Palmer Invitational mótinu á Bay Hill með því að setja niður lokapúttið og fá fugl á 18. holunni. Tiger var fimm höggum á eftir Sean O'Hair fyrir lokadaginn en Tiger spilaði síðasta hringinn á 67 höggum og vann O'Hair með einu höggi. Þetta var í 19. sinn sem hann tryggir sér sigur á móti þar sem hann kemur til baka á lokadeginum en Tiger hefur aldrei unnið mót þar sem hann hefur verið meira en 5 höggum á eftir. Tiger Wodds og Sean O'Hair voru jafnir fyrir lokaholuna en Tiger náði fuglinum þegar hann setti niður tæplega fjögurra metra pútt.Þetta var annað árið í röð og í þriðja sinn á ferlinum þar sem Tiger tryggði sér sigur á þessum móti með glæsilegu lokapútti. Hann vann mótið þannig í fyrra sem og árið 2001 þegar hann hafði betur gegn Phil Mickelson. Tiger lék alls á 275 höggum eða fimm höggum undir pari. Þetta var 66. sigur hans á PGA-mótaröðinni og fyrir hann fékk hann 1,08 milljónir dollara eða um 125 milljónir íslenskra króna. Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót eftir endurkomuna úr hnémeiðslum með eftirminnilegum hætti í gær. Tiger tryggði sér sigurinn á Arnold Palmer Invitational mótinu á Bay Hill með því að setja niður lokapúttið og fá fugl á 18. holunni. Tiger var fimm höggum á eftir Sean O'Hair fyrir lokadaginn en Tiger spilaði síðasta hringinn á 67 höggum og vann O'Hair með einu höggi. Þetta var í 19. sinn sem hann tryggir sér sigur á móti þar sem hann kemur til baka á lokadeginum en Tiger hefur aldrei unnið mót þar sem hann hefur verið meira en 5 höggum á eftir. Tiger Wodds og Sean O'Hair voru jafnir fyrir lokaholuna en Tiger náði fuglinum þegar hann setti niður tæplega fjögurra metra pútt.Þetta var annað árið í röð og í þriðja sinn á ferlinum þar sem Tiger tryggði sér sigur á þessum móti með glæsilegu lokapútti. Hann vann mótið þannig í fyrra sem og árið 2001 þegar hann hafði betur gegn Phil Mickelson. Tiger lék alls á 275 höggum eða fimm höggum undir pari. Þetta var 66. sigur hans á PGA-mótaröðinni og fyrir hann fékk hann 1,08 milljónir dollara eða um 125 milljónir íslenskra króna.
Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira