Hlutabréf héldu áfram að hækka á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir mikla hækkun í gær. Þá rauf Dow Jones hlutabréfavísitalan átta þúsund stiga múrinn en hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar.
Dow Jones hækkaði um 0,5% og endaði í 8017 stigum. Nasdaq hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,2% og endaði í 1621 stigum. Þá hækkaði S&P vísitalan um 8,12% og er 842 stig.
Hlutabréf í deCODE hækkuðu um 4,4%.

