Facebook fyrir 20.000 sterkefnuð svín 24. mars 2009 09:32 Stofnandi vefsíðunnar Affluence.org lýsir henni sjálfur sem ..."Facebook fyrir sterkefnuð svín". Um er að ræða vefsíðu þar sem meðlimir verða að eiga a.m.k. 60 milljónir kr. í handraðanum eða vera með árslaun sem nema hátt í 40 milljónum kr. Samkvæmt frásögn á börsen.dk hafa ,síðan að vefsíðunni var hleypt af stokkunum í September í fyrra, 20.000 "sterkefnuð svín" skráð sig sem meðlimi og að sögn eigenda síðunnar, Scott Mitchell, bætast á milli 300 og 400 einstaklingar við í hverri viku. Vel að merkja þetta er fjöldinn sem valinn er inn á síðuna af u.þ.b. 40 sinnum fleiri umsækjendum. Allir sem sækja um aðild að Affluence.org fara í gegnum ítarlegt ferli til að fá úr því skorið að þeir séu í raun jafnefnaðir og þeir segjast vera. Fyrir utan upplýsingar um aldur, kyn, stöðu, raunveruleg auðæfi o.sv.fr. eru viðkomandi einnig athugaðir í leynilegum gagnabönkum sem Mitchell segist hafa aðgang að. Það er þó til styttri leið inn á síðuna ef einhver af þeim sem þegar er skráður er viljugur til að bera ábyrgð á viðkomandi og því að hann eigi í raun framangreindar upphæðir á bankabók. Og í fjármálakreppunni er Affluence.org stöðugt að uppfæra upplýsingar sínar um efnahag þeirra sem eru á síðunni. Fari svo að auðæfi þeirra hafi minnkað undir tilskilin lágmörk er þeim umsvifalaust hent út af síðunni. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stofnandi vefsíðunnar Affluence.org lýsir henni sjálfur sem ..."Facebook fyrir sterkefnuð svín". Um er að ræða vefsíðu þar sem meðlimir verða að eiga a.m.k. 60 milljónir kr. í handraðanum eða vera með árslaun sem nema hátt í 40 milljónum kr. Samkvæmt frásögn á börsen.dk hafa ,síðan að vefsíðunni var hleypt af stokkunum í September í fyrra, 20.000 "sterkefnuð svín" skráð sig sem meðlimi og að sögn eigenda síðunnar, Scott Mitchell, bætast á milli 300 og 400 einstaklingar við í hverri viku. Vel að merkja þetta er fjöldinn sem valinn er inn á síðuna af u.þ.b. 40 sinnum fleiri umsækjendum. Allir sem sækja um aðild að Affluence.org fara í gegnum ítarlegt ferli til að fá úr því skorið að þeir séu í raun jafnefnaðir og þeir segjast vera. Fyrir utan upplýsingar um aldur, kyn, stöðu, raunveruleg auðæfi o.sv.fr. eru viðkomandi einnig athugaðir í leynilegum gagnabönkum sem Mitchell segist hafa aðgang að. Það er þó til styttri leið inn á síðuna ef einhver af þeim sem þegar er skráður er viljugur til að bera ábyrgð á viðkomandi og því að hann eigi í raun framangreindar upphæðir á bankabók. Og í fjármálakreppunni er Affluence.org stöðugt að uppfæra upplýsingar sínar um efnahag þeirra sem eru á síðunni. Fari svo að auðæfi þeirra hafi minnkað undir tilskilin lágmörk er þeim umsvifalaust hent út af síðunni.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira