NBA í nótt: LeBron hafði betur gegn Wade Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2009 11:26 Mo Williams fór á kostum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Stórstjörnurnar LeBron James og Dwyane Wade mættust á vellinum í nótt þar sem Cleveland vann sigur á Miami, 99-89, í NBA-deildinni. Það var þó Mo Williams sem gerði gæfumuninn fyrir Cleveland í leiknum þar sem hann skoraði tólf af 29 stigum sínum í leiknum á síðustu sjö mínútunum. LeBron James náði þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði fjórtán stig, gaf tólf stoðsendingar og tók tíu fráköst. Dwyane Wade skoraði alls 25 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók átta fráköst. Hann fékk þó sína aðra tæknivillu í leiknum á lokamínútunni og var því rekinn af velli í fyrsta sinn á sínum ferli. James sagði eftir leik að hann væri afar ánægður með sigurinn og ekki síst framlag Williams. Ráða mátti á orðum hans að hann væri afskaplega feginn að vera með almennilegan leikmann sér við hlið og ábyrgð liðsins hvíldi ekki öll á herðum hans. „Mo er frábær leikmaður. Hæfileikar hans koma okkur hinum ekkert á óvart. En þið fréttamenn eruð kannski hissa því þið eruð ekki vanir því að tveir leikmenn í Cleveland eru að skila svona tölum í leik. Síðast var það örugglega þegar að Brad Daugherty og Mark Price voru að spila hér," sagði LeBron. Atlanta vann Detroit, 87-83, þar sem Josh Smith skoraði nítján stig, Al Horford átján en báðir tóku þeir tólf fráköst í leiknum. Detroit hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir þennan. Charlotte vann New York, 114-105, og þar með sinn sjötta sigur í röð sem er félagsmet. Gerald Wallace var með 23 stig og þrettán fráköst. Philadelphia vann Memphis, 110-105. Andre Iguodala var með 24 stig og Andre Miller 20, tíu fráköst og átta stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Orleans vann Oklahoma City, 108-90. Chris Paul var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Þettta var sjöundi sigur New Orleans í röð. Milwaukee vann Golden State, 127-120. Richard Jeffersen skoraði 35 stig og Milwaukee vann sinn fyrsta sigur í síðustu fjórum leikjum sínum. Dallas vann Washington, 119-103. Dirk Nowitzky var með 34 stig og Jason Terry 33 fyrir Dallas en Washington tapaði þar með sínum fimmta leik í röð. Portland vann Minnesota, 95-93. Brandon Roy var með 31 stig fyrir Portland. Indiana vann LA Clippers, 106-105. Jarret Jack skoraði 25 stig í fjórða leikhluta og náði svo að stela boltanum á lokasekúndum leiksins sem fór langt með að tryggja sigur Indiana í leiknum.Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Stórstjörnurnar LeBron James og Dwyane Wade mættust á vellinum í nótt þar sem Cleveland vann sigur á Miami, 99-89, í NBA-deildinni. Það var þó Mo Williams sem gerði gæfumuninn fyrir Cleveland í leiknum þar sem hann skoraði tólf af 29 stigum sínum í leiknum á síðustu sjö mínútunum. LeBron James náði þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði fjórtán stig, gaf tólf stoðsendingar og tók tíu fráköst. Dwyane Wade skoraði alls 25 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók átta fráköst. Hann fékk þó sína aðra tæknivillu í leiknum á lokamínútunni og var því rekinn af velli í fyrsta sinn á sínum ferli. James sagði eftir leik að hann væri afar ánægður með sigurinn og ekki síst framlag Williams. Ráða mátti á orðum hans að hann væri afskaplega feginn að vera með almennilegan leikmann sér við hlið og ábyrgð liðsins hvíldi ekki öll á herðum hans. „Mo er frábær leikmaður. Hæfileikar hans koma okkur hinum ekkert á óvart. En þið fréttamenn eruð kannski hissa því þið eruð ekki vanir því að tveir leikmenn í Cleveland eru að skila svona tölum í leik. Síðast var það örugglega þegar að Brad Daugherty og Mark Price voru að spila hér," sagði LeBron. Atlanta vann Detroit, 87-83, þar sem Josh Smith skoraði nítján stig, Al Horford átján en báðir tóku þeir tólf fráköst í leiknum. Detroit hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir þennan. Charlotte vann New York, 114-105, og þar með sinn sjötta sigur í röð sem er félagsmet. Gerald Wallace var með 23 stig og þrettán fráköst. Philadelphia vann Memphis, 110-105. Andre Iguodala var með 24 stig og Andre Miller 20, tíu fráköst og átta stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Orleans vann Oklahoma City, 108-90. Chris Paul var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Þettta var sjöundi sigur New Orleans í röð. Milwaukee vann Golden State, 127-120. Richard Jeffersen skoraði 35 stig og Milwaukee vann sinn fyrsta sigur í síðustu fjórum leikjum sínum. Dallas vann Washington, 119-103. Dirk Nowitzky var með 34 stig og Jason Terry 33 fyrir Dallas en Washington tapaði þar með sínum fimmta leik í röð. Portland vann Minnesota, 95-93. Brandon Roy var með 31 stig fyrir Portland. Indiana vann LA Clippers, 106-105. Jarret Jack skoraði 25 stig í fjórða leikhluta og náði svo að stela boltanum á lokasekúndum leiksins sem fór langt með að tryggja sigur Indiana í leiknum.Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira