Orlando í lokaúrslitin - sló Cleveland út með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2009 09:00 Dwight Howard fagnar einni af fjölmörgum troðslum sínum í nótt. Mynd/GettyImages Orlando Magic tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Los Angeles Lakers með auðveldum þrettán stiga sigri á Cleveland, 103-90, í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Orlando vann einvígið 4-2. Dwight Howard átti frábæran leik og var gjörsamlega óstöðvandi inn í teig. Sigur Orlando var aldrei í hættu eftir frábæran annan leikhluta þar sem liðið hélt LeBron James meðal annars stigalausum. Orlando vann leikhlutann 28-15 og var 18 stigum yfir í hálfleik,58-40. Cleveland átti góðan sprett í upphafi seinni hálfleiks en Orlando var fljótt að ná aftur tökum á leiknum og vann að lokum auðveldan sigur. Dwight Howard átti stórleik og stóru menn Cleveland réðu ekkert við hann í teig. Howard endaði leikinn með 40 stig og 14 fráköst en hann hitti úr 14 af 21 skoti sínum í leiknum. Þetta var nýtt persónulegt met hjá Howard í úrslitakeppni. Það voru fleiri að spila vel í jöfnu og samheldnu liði Orlando. Rashard Lewis skoraði 18 stig og Hedo Turkoglu var með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Frakkinn Mickael Pietrus hélt líka áfram að gera Cleveland lífið leitt á báðum endum vallarins, spilaði góða vörn á LeBron og setti síðan niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru. Pietrus endaði leikinn með 14 stig. LeBron James virkaði þungur og þreytulegur en endaði leikinn engu að síður með 25 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. James komst lítið áleiðis inn í teig, þurfti að hafa mikið fyrir öllu sínu og endaði með því að klikka á 12 af 20 skotum sínum. Bakvarðar-tvíeykið Delonte West og Mo Williams ollu vonbrigðum hjá Cleveland en náðu þó að bjarga tölfræðinni með sprettum í seinni hálfleik. Williams skoraði 17 stig og gaf 5 stoðsendingar og West var með 22 stig. Mestu vonbrigðin voru Litháinn Zydrunas Ilgauskas sem lét ekki bara Howard fara illa með sig í vörninni heldur skoraði aðeins 2 stig sjálfur. Fyrsti leikur Los Angeles Lakers og Orlando Magic í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fer fram í Los Angeles aðfaranótt föstudagsins. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í LA en næstu þrír á eftir í Orlando. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Orlando Magic tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Los Angeles Lakers með auðveldum þrettán stiga sigri á Cleveland, 103-90, í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Orlando vann einvígið 4-2. Dwight Howard átti frábæran leik og var gjörsamlega óstöðvandi inn í teig. Sigur Orlando var aldrei í hættu eftir frábæran annan leikhluta þar sem liðið hélt LeBron James meðal annars stigalausum. Orlando vann leikhlutann 28-15 og var 18 stigum yfir í hálfleik,58-40. Cleveland átti góðan sprett í upphafi seinni hálfleiks en Orlando var fljótt að ná aftur tökum á leiknum og vann að lokum auðveldan sigur. Dwight Howard átti stórleik og stóru menn Cleveland réðu ekkert við hann í teig. Howard endaði leikinn með 40 stig og 14 fráköst en hann hitti úr 14 af 21 skoti sínum í leiknum. Þetta var nýtt persónulegt met hjá Howard í úrslitakeppni. Það voru fleiri að spila vel í jöfnu og samheldnu liði Orlando. Rashard Lewis skoraði 18 stig og Hedo Turkoglu var með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Frakkinn Mickael Pietrus hélt líka áfram að gera Cleveland lífið leitt á báðum endum vallarins, spilaði góða vörn á LeBron og setti síðan niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru. Pietrus endaði leikinn með 14 stig. LeBron James virkaði þungur og þreytulegur en endaði leikinn engu að síður með 25 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. James komst lítið áleiðis inn í teig, þurfti að hafa mikið fyrir öllu sínu og endaði með því að klikka á 12 af 20 skotum sínum. Bakvarðar-tvíeykið Delonte West og Mo Williams ollu vonbrigðum hjá Cleveland en náðu þó að bjarga tölfræðinni með sprettum í seinni hálfleik. Williams skoraði 17 stig og gaf 5 stoðsendingar og West var með 22 stig. Mestu vonbrigðin voru Litháinn Zydrunas Ilgauskas sem lét ekki bara Howard fara illa með sig í vörninni heldur skoraði aðeins 2 stig sjálfur. Fyrsti leikur Los Angeles Lakers og Orlando Magic í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fer fram í Los Angeles aðfaranótt föstudagsins. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í LA en næstu þrír á eftir í Orlando.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira