NBA í nótt: Aftur tapaði Cleveland á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2009 09:00 Luol Deng átti fínan leik með Chicago í nótt. Mynd/AP Chicago vann í nótt afar nauman sigur á Cleveland, 86-85, á útivelli er tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þá vann Utah góðan sigur á San Antonio á heimavelli, 113-99. Cleveland tapaði ekki leik á heimavelli framan af tímabili í fyrra en hafa nú þegar tapað tveimur leikjum þar. Cleveland tapaði fyrir Boston á fyrsta keppnisdegi tímabilsins og nú fyrir ungu liði Chicago. Þetta var mikill baráttusigur hjá Chicago en enginn í liðinu átti sannkallaðan stjörnuleik. Liðið tók meira að segja færri heildarfráköst en Cleveland (49-43). Leikmenn Chicago börðust hins vegar fram í rauðan dauðann. LeBron James átti til að mynda möguleika á að tryggja Cleveland sigurinn í blálokin en Joakim Noah náði að trufla James sem hitti ekki. Luol Deng var stigahæstur hjá Chicago með fimmtán stig en John Salmons og Derrick Rose voru með fjórtán stig hvor. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 25 stig. Næstur kom Shaquille O'Neal með fjórtán stig og tíu fráköst. Anderson Varejao skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. Utah vann mikilvægan sigur á San Antonio eftir að liðið tapaði fyrir Houston og Dallas fyrr í vikunni. Liðið hafði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer og Deron Williams náðu sér vel á strik og skoruðu 27 stig hvor gegn einu besta varnarliði deildarinnar. Alls skoraði Utah 113 stig í leiknum þó svo að liðið hafi aðeins sett niður einn þrist í öllum leiknum. Alls hafði Utah tapað fjórum leikjum í röð fyrir San Antonio og 29 af síðustu 35 leikjum sínum við félagið. Utah hafði ekki skorað meira en 100 stig gegn San Antonio í síðustu 40 deildarleikjum liðanna. Boozer hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í haust en hann skilaði flottum tölum í nótt og tók til að mynda fjórtán fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan var með fimmtán stig og þrettán fráköst og þeir Richard Jefferson og Dejuan Blair með fjórtán hvor. NBA Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Chicago vann í nótt afar nauman sigur á Cleveland, 86-85, á útivelli er tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þá vann Utah góðan sigur á San Antonio á heimavelli, 113-99. Cleveland tapaði ekki leik á heimavelli framan af tímabili í fyrra en hafa nú þegar tapað tveimur leikjum þar. Cleveland tapaði fyrir Boston á fyrsta keppnisdegi tímabilsins og nú fyrir ungu liði Chicago. Þetta var mikill baráttusigur hjá Chicago en enginn í liðinu átti sannkallaðan stjörnuleik. Liðið tók meira að segja færri heildarfráköst en Cleveland (49-43). Leikmenn Chicago börðust hins vegar fram í rauðan dauðann. LeBron James átti til að mynda möguleika á að tryggja Cleveland sigurinn í blálokin en Joakim Noah náði að trufla James sem hitti ekki. Luol Deng var stigahæstur hjá Chicago með fimmtán stig en John Salmons og Derrick Rose voru með fjórtán stig hvor. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 25 stig. Næstur kom Shaquille O'Neal með fjórtán stig og tíu fráköst. Anderson Varejao skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. Utah vann mikilvægan sigur á San Antonio eftir að liðið tapaði fyrir Houston og Dallas fyrr í vikunni. Liðið hafði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer og Deron Williams náðu sér vel á strik og skoruðu 27 stig hvor gegn einu besta varnarliði deildarinnar. Alls skoraði Utah 113 stig í leiknum þó svo að liðið hafi aðeins sett niður einn þrist í öllum leiknum. Alls hafði Utah tapað fjórum leikjum í röð fyrir San Antonio og 29 af síðustu 35 leikjum sínum við félagið. Utah hafði ekki skorað meira en 100 stig gegn San Antonio í síðustu 40 deildarleikjum liðanna. Boozer hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í haust en hann skilaði flottum tölum í nótt og tók til að mynda fjórtán fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan var með fimmtán stig og þrettán fráköst og þeir Richard Jefferson og Dejuan Blair með fjórtán hvor.
NBA Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira