Búlgaríuplata tafðist í kreppu 12. janúar 2009 03:00 Ný plata Hauks og hljómsveitarinnar Narodna Muziak var ein þeirra sem tafðist erlendis fyrir jólin. Fyrsta plata hljómsveitar Hauks Gröndals, Narodna Muzika, tafðist í framleiðslu erlendis á síðasta ári og kom því ekki út fyrr en rétt fyrir jólin. „Svona þjóðlagamúsík er maður ekki að fara að selja eins og Bubbi Morthens hér á landi. Þeir eru ekki að setja þig í rosalegan forgang," segir hann og játar að vera pínulítið svekktur. Haukur tók plötuna upp í apríl í Reykjavík og í september í Búlgaríu með þarlendum hljóðfæraleikurum en grunnurinn var lagður í ársbyrjun 2006. „Ég þurfti að finna „kontakta" og þurfti að taka einhverjar fimm til sex ferðir til Búlgaríu. Ég þurfti að finna rétta fólkið og hitti alls konar músíkanta sem ég var að læra hjá til að gera þetta eins vel og hægt var," segir Haukur, sem vann plötuna með harmonikkuleikaranum Borislav Zgurovski. Haukur segir tímann í Búlgaríu hafi verið skemmtilegan að mörgu leyti. „Maður gat ímyndað sér að það versta hjá þeim væri yfirstaðið eftir fall kommúnismans en svo er eiginlega ekki. En ég kynntist hlýlegu fólki sem vildi allt fyrir mig gera, sem er ekki sjálfgefið. Þetta er gestrisið fólk sem tekur öllu fagnandi. Ég hef átt margrar ánægjulegar stundir og kynnst fullt af fólki sem ég hef samband við, þannig að þetta var mjög jákvæð upplifun." -fb Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fyrsta plata hljómsveitar Hauks Gröndals, Narodna Muzika, tafðist í framleiðslu erlendis á síðasta ári og kom því ekki út fyrr en rétt fyrir jólin. „Svona þjóðlagamúsík er maður ekki að fara að selja eins og Bubbi Morthens hér á landi. Þeir eru ekki að setja þig í rosalegan forgang," segir hann og játar að vera pínulítið svekktur. Haukur tók plötuna upp í apríl í Reykjavík og í september í Búlgaríu með þarlendum hljóðfæraleikurum en grunnurinn var lagður í ársbyrjun 2006. „Ég þurfti að finna „kontakta" og þurfti að taka einhverjar fimm til sex ferðir til Búlgaríu. Ég þurfti að finna rétta fólkið og hitti alls konar músíkanta sem ég var að læra hjá til að gera þetta eins vel og hægt var," segir Haukur, sem vann plötuna með harmonikkuleikaranum Borislav Zgurovski. Haukur segir tímann í Búlgaríu hafi verið skemmtilegan að mörgu leyti. „Maður gat ímyndað sér að það versta hjá þeim væri yfirstaðið eftir fall kommúnismans en svo er eiginlega ekki. En ég kynntist hlýlegu fólki sem vildi allt fyrir mig gera, sem er ekki sjálfgefið. Þetta er gestrisið fólk sem tekur öllu fagnandi. Ég hef átt margrar ánægjulegar stundir og kynnst fullt af fólki sem ég hef samband við, þannig að þetta var mjög jákvæð upplifun." -fb
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira