Allur hagnaður norska olíusjóðsins frá 1998 er horfinn 10. mars 2009 13:47 Á morgun leggur norski olíusjóðurinn fram versta ársuppgjör í sögu sinni. Tapið nemur stjarnfræðilegum upphæðum eða um 800 milljörðum norskra kr. sem samsvarar 12.800 milljörðum kr. Þetta þýðir að allur hagnaður sjóðsins frá árinu 1998 er horfinn. Til að setja tapið í samhengi má nefna að fjárlög norska ríkisins í heild, þar með talinn sérstakur efnahagspakki, verða um 870 milljarðar norskra kr. í ár. Tapið þýðir högg upp á 380 þúsund norskar kr. fyrir hvert af 2,1 milljónum heimilanna í Noregi eða um 6 milljónum kr. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að málefni sjóðsins verða aðeins verri því vitað er að á fyrstu mánuðum þessa árs hélt tapið áfram að aukast af fjárfestingum sjóðsins. Það er einkum gífurlegt tap á fjárfestingum í hlutabréfum sem er orsök þessarar slöku afkomu sjóðsins í fyrra. Og þetta skýrist af því að á sama tíma og hlutabréfamarkaðir heimsins voru á niðurleið samþykkti norska Stórþingið að sjóðurinn mætti auka fjárfestingar sínar í hlutabréfum úr 40% og í 60%. Og markaðurinn með skuldabréf hefur ekki síður reynst sjóðnum erfiður á síðasta ári vegna bankahruns og fjármálakreppu víða um heiminn. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Á morgun leggur norski olíusjóðurinn fram versta ársuppgjör í sögu sinni. Tapið nemur stjarnfræðilegum upphæðum eða um 800 milljörðum norskra kr. sem samsvarar 12.800 milljörðum kr. Þetta þýðir að allur hagnaður sjóðsins frá árinu 1998 er horfinn. Til að setja tapið í samhengi má nefna að fjárlög norska ríkisins í heild, þar með talinn sérstakur efnahagspakki, verða um 870 milljarðar norskra kr. í ár. Tapið þýðir högg upp á 380 þúsund norskar kr. fyrir hvert af 2,1 milljónum heimilanna í Noregi eða um 6 milljónum kr. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að málefni sjóðsins verða aðeins verri því vitað er að á fyrstu mánuðum þessa árs hélt tapið áfram að aukast af fjárfestingum sjóðsins. Það er einkum gífurlegt tap á fjárfestingum í hlutabréfum sem er orsök þessarar slöku afkomu sjóðsins í fyrra. Og þetta skýrist af því að á sama tíma og hlutabréfamarkaðir heimsins voru á niðurleið samþykkti norska Stórþingið að sjóðurinn mætti auka fjárfestingar sínar í hlutabréfum úr 40% og í 60%. Og markaðurinn með skuldabréf hefur ekki síður reynst sjóðnum erfiður á síðasta ári vegna bankahruns og fjármálakreppu víða um heiminn.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira