Það sem sameinar Ögmundur Jónasson skrifar 26. júní 2009 06:00 Við Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri, höfum skipst á skoðunum í Fréttablaðinu um það hvort skoðanamunur í ríkisstjórn sé veikleikamerki eða hvort hann vitni um gott pólitískt heilsufar. Tilefnið er gagnrýni mín á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þá stefnu sem hann vill að ríkisstjórnin fylgi. Þorsteinn gefur sér í svari sínu til mín að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum sé einvörðungu reist á áherslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vissulega setur AGS ríkisstjórninni strangar skorður en þar með er ekki sagt að við séum honum undirseld í einu og öllu. Í kosningabaráttunni og í aðdraganda þess að ríkisstjórnin varð til gekk hvorki ég né aðrir sem sæti eiga í ríkisstjórninni AGS á hönd. Á táknrænan hátt héldu formenn ríkisstjórnarflokkanna fundi sína í Norræna húsinu, þeir halda fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu og stjórnarflokkarnir héldu sameiginlegan þingflokksfund í Þjóðminjasafninu. Skilaboðin eru: Þetta er ríkisstjórn sem vill vera þjóðleg norræn velferðarstjórn. Ef stjórnarflokkarnir hefðu viljað senda frá sér boð um annað hefðu þeir sett fundi sína niður við Sæbraut, eða Borgartún. Þeir sem þekkja til norræna velferðarsamfélagsins annars vegar og stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hins vegar vita að þegar þetta tvennt á að fara saman verður úr togstreita. Það er staðreynd að ekki er meirihluti fyrir því að vísa AGS frá þegar í stað. Við þær aðstæður lít ég á það sem mitt hlutverk og ríkisstjórnarinnar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda uppi merki velferðarsamfélagsins. Þetta er sá „pólitíski veruleiki," svo notað sé orðfæri Þorsteins Pálssonar, sem ég vil horfast í augu við. Það er hann sem sameinar ríkisstjórnina og gerir hana frábrugðna frjálshyggjustjórn. Mismunandi áherslur um hve langt skuli gengið í tilteknum málum veikja ekki ríkisstjórn heldur styrkja eins og jafnan gerist þegar opinská og heiðarleg umræða fer fram. Þá verður lýðræðið lifandi. Eða telur Þorsteinn Pálsson að ráðherrar eigi að skipta sjálfkrafa um skoðun af því að þeir verða ráðherrar? Röksemdir eiga að fá okkur til að skipta um skoðun, ekki félagsleg staða. Opin lýðræðisleg umræða, skoðanaskipti, sem byggjast á upplýsingum, ekki hagsmunum, á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, á kjarasamningsgerð og Icesave-samningsdrögunum gera íslensk stjórnmál og íslenskt þjóðfélag sterkara og betra og eru eina leiðin sem okkur er fær upp úr því kviksyndi frjálshyggjunnar sem við lentum í. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri, höfum skipst á skoðunum í Fréttablaðinu um það hvort skoðanamunur í ríkisstjórn sé veikleikamerki eða hvort hann vitni um gott pólitískt heilsufar. Tilefnið er gagnrýni mín á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þá stefnu sem hann vill að ríkisstjórnin fylgi. Þorsteinn gefur sér í svari sínu til mín að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum sé einvörðungu reist á áherslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vissulega setur AGS ríkisstjórninni strangar skorður en þar með er ekki sagt að við séum honum undirseld í einu og öllu. Í kosningabaráttunni og í aðdraganda þess að ríkisstjórnin varð til gekk hvorki ég né aðrir sem sæti eiga í ríkisstjórninni AGS á hönd. Á táknrænan hátt héldu formenn ríkisstjórnarflokkanna fundi sína í Norræna húsinu, þeir halda fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu og stjórnarflokkarnir héldu sameiginlegan þingflokksfund í Þjóðminjasafninu. Skilaboðin eru: Þetta er ríkisstjórn sem vill vera þjóðleg norræn velferðarstjórn. Ef stjórnarflokkarnir hefðu viljað senda frá sér boð um annað hefðu þeir sett fundi sína niður við Sæbraut, eða Borgartún. Þeir sem þekkja til norræna velferðarsamfélagsins annars vegar og stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hins vegar vita að þegar þetta tvennt á að fara saman verður úr togstreita. Það er staðreynd að ekki er meirihluti fyrir því að vísa AGS frá þegar í stað. Við þær aðstæður lít ég á það sem mitt hlutverk og ríkisstjórnarinnar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda uppi merki velferðarsamfélagsins. Þetta er sá „pólitíski veruleiki," svo notað sé orðfæri Þorsteins Pálssonar, sem ég vil horfast í augu við. Það er hann sem sameinar ríkisstjórnina og gerir hana frábrugðna frjálshyggjustjórn. Mismunandi áherslur um hve langt skuli gengið í tilteknum málum veikja ekki ríkisstjórn heldur styrkja eins og jafnan gerist þegar opinská og heiðarleg umræða fer fram. Þá verður lýðræðið lifandi. Eða telur Þorsteinn Pálsson að ráðherrar eigi að skipta sjálfkrafa um skoðun af því að þeir verða ráðherrar? Röksemdir eiga að fá okkur til að skipta um skoðun, ekki félagsleg staða. Opin lýðræðisleg umræða, skoðanaskipti, sem byggjast á upplýsingum, ekki hagsmunum, á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, á kjarasamningsgerð og Icesave-samningsdrögunum gera íslensk stjórnmál og íslenskt þjóðfélag sterkara og betra og eru eina leiðin sem okkur er fær upp úr því kviksyndi frjálshyggjunnar sem við lentum í. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun