Það er enn gott að vera Íslendingur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 31. desember 2009 06:00 Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka! Sjálfsagt er ekki til ófrumlegri byrjun á áramótagrein, en mörgum mun eflaust þykja þetta brot úr ljóð Valdimars Briem hafa jákvæðari merkingu núna en oft áður. Líklega vilja fæstir fá þetta erfiða ár aftur. Það er eins og hafís hafi legið við strendur landsins. Eilífur kuldi, engin spretta og engin uppskera. Var eitthvað hægt að gera kunna margir að segja, var ekki allt hrunið, gátum við gert betur, eitthvað öðruvísi? Já. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafi verið hægt að gera betur. Mun betur. Það hefur verið gæfa Íslendinga, allt frá upphafi byggðar, að þrátt fyrir marga kalda vetur og vot sumur hefur uppgjöf ekki verið valkostur. Sá baráttuandi sem landið og aðstæður þess hafa blásið íbúunum í brjóst hefur alltaf haft sigur. Þennan eiginleika verður að virkja við þær erfiðu aðstæður sem uppi eru. Gefa verður fólki trú á, að það sem verið er að gera muni skila sér í bættum hag til skemmri og lengri tíma litið. Það hefur ekki tekist sem skyldi. Tökum tvö dæmi; sáralítið hefur verið komið til móts við fólk sem lenti í gífurlegum hækkunum lána vegna aðstæðna sem það ber ekki ábyrgð á, á sama tíma og fjármagnseigendur héldu öllu sínu. Það var gott að vernda sparifjáreigendur, en ósanngjarnt að fórna þeim skuldsettu. Í öðru lagi má nefna að sú tilfinningin bærist með mörgum að stjórnvöld hafi í raun ekki lagt sig öll fram við að halda sjónarmiðum Íslendinga á lofti í deilunni um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningunum. Bretar og Hollendingar, með fulltingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sóttu að Íslendingum með niðurlægjandi hætti. Nota hefði átt andstöðuna við þetta mál hér innanlands, til að sameina þjóðina. Vekja þá von í brjósti að verið væri að berjast fyrir hennar hag. Það var slælega gert. Stjórnvöld hafa barist fyrir því að fá óréttlætið samþykkt á Alþingi og lögum sem Bretar og Hollendingar í raun sömdu, er þvingað í gegnum þingið. Þetta misbýður réttlætiskennd fólks og einnig hvernig að öllu þessu vonda máli var staðið. Það er gott að vera Íslendingur og oftast gaman. Landið mótar lífsviðhorf okkar og af landinu hefur þjóðin lifað. Svo mun verða áfram og tækifærin hafa kannski aldrei verið eins mörg og nú um stundir. Gæði okkar eru eftirsóknarverð; mannauðurinn, fiskurinn, orkan, hugvitið, kalda vatnið, heita vatnið, hreina loftið, það er sama hvar okkur ber niður. Í raun eru kostir landsins ótrúlega margir þrátt fyrir allt. Verkefni stjórnmálamanna er að sjá til þess að framtaksamir einstaklingar fái notið sín til heilla fyrir þjóðina. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða hvað fólk tekur sér fyrir hendur, heldur setja almennar reglur um hvernig hlutirnir eru gerðir, þannig að allir sitji við sama borð. Það er nóg til af fólki á Íslandi sem vill láta til sín taka, það þarf bara að skapa umgjörðina svo þetta fólk komist af stað. Það verður ekki gert með stórfelldum skattahækkunum eða innbyrðis deilum í ríkisstjórn um, hvað má og hvað má ekki. Þjóðin þarf að finna það og sjá að verið sé að berjast fyrir hagsmunum hennar. Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeim efnum hafi ríkisstjórnin brugðist. Ekki af því að hana skorti viljann, heldur af því að hún fór ranga leið. Stjórnin telur að sín leið muni skila sér eftir langa mæðu, og við skulum vona að svo verði, en hefðbundin ráð vinstri manna munu ekki nú frekar en endranær færa okkur þá hagsæld sem að er stefnt. Sagan hefur kennt okkur að öfgarnar til hægri og vinstri eru varasamar. Það á sérstaklega við um Íslendinga. Það er hreinlega andstætt eðli þeirra að láta yfirvöld gína yfir öllu, stóru smáu, og skammta sér úr hnefa. Íslendingar hafa ríka sjálfsbjargarviðleitni, þurfa atvinnu og athafnafrelsi, en ekki gamaldags og hættulega forræðishyggju. Verkefni nýs árs verður að búa svo um hnútana að hér eflist atvinnulíf, því það verður að draga úr atvinnuleysi. Atvinnuleysið er undirrót svo margra annarra vandamála, að á því verður að taka af meiri hörku en gert hefur verið. Lífsbaráttan öðlast nýjan tilgang með vinnu, fólk getur staðið betur í skilum og vonin um að til einhvers sé barist kviknar á ný. Ég hef engar áhyggjur af okkur ef við nýtum sóknarfærin. Það er gott að vera Íslendingur í þeirri baráttu sem fram undan er, og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum, eins og ég hef reynt að gera allt þetta ár. Höfum hugfast að það er í lagi að bogna um skeið, en brotna megum við aldrei. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka! Sjálfsagt er ekki til ófrumlegri byrjun á áramótagrein, en mörgum mun eflaust þykja þetta brot úr ljóð Valdimars Briem hafa jákvæðari merkingu núna en oft áður. Líklega vilja fæstir fá þetta erfiða ár aftur. Það er eins og hafís hafi legið við strendur landsins. Eilífur kuldi, engin spretta og engin uppskera. Var eitthvað hægt að gera kunna margir að segja, var ekki allt hrunið, gátum við gert betur, eitthvað öðruvísi? Já. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafi verið hægt að gera betur. Mun betur. Það hefur verið gæfa Íslendinga, allt frá upphafi byggðar, að þrátt fyrir marga kalda vetur og vot sumur hefur uppgjöf ekki verið valkostur. Sá baráttuandi sem landið og aðstæður þess hafa blásið íbúunum í brjóst hefur alltaf haft sigur. Þennan eiginleika verður að virkja við þær erfiðu aðstæður sem uppi eru. Gefa verður fólki trú á, að það sem verið er að gera muni skila sér í bættum hag til skemmri og lengri tíma litið. Það hefur ekki tekist sem skyldi. Tökum tvö dæmi; sáralítið hefur verið komið til móts við fólk sem lenti í gífurlegum hækkunum lána vegna aðstæðna sem það ber ekki ábyrgð á, á sama tíma og fjármagnseigendur héldu öllu sínu. Það var gott að vernda sparifjáreigendur, en ósanngjarnt að fórna þeim skuldsettu. Í öðru lagi má nefna að sú tilfinningin bærist með mörgum að stjórnvöld hafi í raun ekki lagt sig öll fram við að halda sjónarmiðum Íslendinga á lofti í deilunni um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningunum. Bretar og Hollendingar, með fulltingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sóttu að Íslendingum með niðurlægjandi hætti. Nota hefði átt andstöðuna við þetta mál hér innanlands, til að sameina þjóðina. Vekja þá von í brjósti að verið væri að berjast fyrir hennar hag. Það var slælega gert. Stjórnvöld hafa barist fyrir því að fá óréttlætið samþykkt á Alþingi og lögum sem Bretar og Hollendingar í raun sömdu, er þvingað í gegnum þingið. Þetta misbýður réttlætiskennd fólks og einnig hvernig að öllu þessu vonda máli var staðið. Það er gott að vera Íslendingur og oftast gaman. Landið mótar lífsviðhorf okkar og af landinu hefur þjóðin lifað. Svo mun verða áfram og tækifærin hafa kannski aldrei verið eins mörg og nú um stundir. Gæði okkar eru eftirsóknarverð; mannauðurinn, fiskurinn, orkan, hugvitið, kalda vatnið, heita vatnið, hreina loftið, það er sama hvar okkur ber niður. Í raun eru kostir landsins ótrúlega margir þrátt fyrir allt. Verkefni stjórnmálamanna er að sjá til þess að framtaksamir einstaklingar fái notið sín til heilla fyrir þjóðina. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða hvað fólk tekur sér fyrir hendur, heldur setja almennar reglur um hvernig hlutirnir eru gerðir, þannig að allir sitji við sama borð. Það er nóg til af fólki á Íslandi sem vill láta til sín taka, það þarf bara að skapa umgjörðina svo þetta fólk komist af stað. Það verður ekki gert með stórfelldum skattahækkunum eða innbyrðis deilum í ríkisstjórn um, hvað má og hvað má ekki. Þjóðin þarf að finna það og sjá að verið sé að berjast fyrir hagsmunum hennar. Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeim efnum hafi ríkisstjórnin brugðist. Ekki af því að hana skorti viljann, heldur af því að hún fór ranga leið. Stjórnin telur að sín leið muni skila sér eftir langa mæðu, og við skulum vona að svo verði, en hefðbundin ráð vinstri manna munu ekki nú frekar en endranær færa okkur þá hagsæld sem að er stefnt. Sagan hefur kennt okkur að öfgarnar til hægri og vinstri eru varasamar. Það á sérstaklega við um Íslendinga. Það er hreinlega andstætt eðli þeirra að láta yfirvöld gína yfir öllu, stóru smáu, og skammta sér úr hnefa. Íslendingar hafa ríka sjálfsbjargarviðleitni, þurfa atvinnu og athafnafrelsi, en ekki gamaldags og hættulega forræðishyggju. Verkefni nýs árs verður að búa svo um hnútana að hér eflist atvinnulíf, því það verður að draga úr atvinnuleysi. Atvinnuleysið er undirrót svo margra annarra vandamála, að á því verður að taka af meiri hörku en gert hefur verið. Lífsbaráttan öðlast nýjan tilgang með vinnu, fólk getur staðið betur í skilum og vonin um að til einhvers sé barist kviknar á ný. Ég hef engar áhyggjur af okkur ef við nýtum sóknarfærin. Það er gott að vera Íslendingur í þeirri baráttu sem fram undan er, og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum, eins og ég hef reynt að gera allt þetta ár. Höfum hugfast að það er í lagi að bogna um skeið, en brotna megum við aldrei. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun