Jose Mourinho spáir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 26. maí 2009 15:30 Nordic Photos/Getty Images Jose Mourinho þjálfari Inter Milan ritar skemmtilegan pistil í breska blaðið Daily Telegraph í dag þar sem hann spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitaleik Manchester United og Barcelona í meistaradeildinni annað kvöld. Mourinho opnar pistilinn á þeim orðum að gamla liðið hans Chelsea hafi átt skilið að komast í úrslitaleikinn, því liðið hafi haft í fullu tré við Barcelona í undanúrslitunum. Hann segir þó að enginn verði svikinn af því að sjá United og Barcelona berjast um Evróputitilinn. Mourinho segir að United og Barcelona séu bæði lið sem haldi fast í sína stefnu og leikurinn verði væntanlega jafn, en það sem komi til með að skilja að í lokin verði andlegt ástand leikmanna. Hann blæs á að reynsla Alex Ferguson veiti honum sérstakt forskot á Pep Guardiola þjálfara Barcelona. "Ég var ekki nema 41 árs þegar ég fór í úrslitaleikinn með Porto og ég vann samt. Ef menn eru góðir, eru menn góðir. Það á við um leikmenn og þjálfara. Ef leikmaður er góður, þá er hann góður bæði tvítugur og 35 ára," sagði Mourinho í pistlinum. Mourinho hrósar Sir Alex Ferguson í hástert. "Sir Alex er stórkostlegur stjóri. Það er ekki hægt að gera mikið betur en að vinna deildina þrjú ár í röð og fara tvisvar í röð í úrslit í meistaradeildinni. Sigur eða tap í úrslitaleiknum hefur ekki úrslitaþýðingu þegar ferill Ferguson verður gerður upp, en ef United vinnur leikinn, þýðir það að Ferguson sé sá besti," sagði Mourinho. Að lokum týnir hann til nokkur atriði sem hann telur að muni vega þungt í úrslitaleiknum. Hann segir m.a. að Manchester United geti þakkað fyrir að Daniel Alves taki út leikbann hjá Barcelona, því þá þurfi United ekki að hafa áhyggjur af þeirri hættu sem hann skapar á vængnum. Þá segir hann að United muni sakna Darren Fletcher mun meira en fólk geri sér grein fyrir og að þeir Xavi og Iniesta séu manna fegnastir að Skotinn taki út leikbann annað kvöld. Hann telur að föst leikatriði gætu átt eftir að reynast United drjúg á móti Barcelona og segist alveg eins búast við að þau ráði úrslitum í leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira
Jose Mourinho þjálfari Inter Milan ritar skemmtilegan pistil í breska blaðið Daily Telegraph í dag þar sem hann spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitaleik Manchester United og Barcelona í meistaradeildinni annað kvöld. Mourinho opnar pistilinn á þeim orðum að gamla liðið hans Chelsea hafi átt skilið að komast í úrslitaleikinn, því liðið hafi haft í fullu tré við Barcelona í undanúrslitunum. Hann segir þó að enginn verði svikinn af því að sjá United og Barcelona berjast um Evróputitilinn. Mourinho segir að United og Barcelona séu bæði lið sem haldi fast í sína stefnu og leikurinn verði væntanlega jafn, en það sem komi til með að skilja að í lokin verði andlegt ástand leikmanna. Hann blæs á að reynsla Alex Ferguson veiti honum sérstakt forskot á Pep Guardiola þjálfara Barcelona. "Ég var ekki nema 41 árs þegar ég fór í úrslitaleikinn með Porto og ég vann samt. Ef menn eru góðir, eru menn góðir. Það á við um leikmenn og þjálfara. Ef leikmaður er góður, þá er hann góður bæði tvítugur og 35 ára," sagði Mourinho í pistlinum. Mourinho hrósar Sir Alex Ferguson í hástert. "Sir Alex er stórkostlegur stjóri. Það er ekki hægt að gera mikið betur en að vinna deildina þrjú ár í röð og fara tvisvar í röð í úrslit í meistaradeildinni. Sigur eða tap í úrslitaleiknum hefur ekki úrslitaþýðingu þegar ferill Ferguson verður gerður upp, en ef United vinnur leikinn, þýðir það að Ferguson sé sá besti," sagði Mourinho. Að lokum týnir hann til nokkur atriði sem hann telur að muni vega þungt í úrslitaleiknum. Hann segir m.a. að Manchester United geti þakkað fyrir að Daniel Alves taki út leikbann hjá Barcelona, því þá þurfi United ekki að hafa áhyggjur af þeirri hættu sem hann skapar á vængnum. Þá segir hann að United muni sakna Darren Fletcher mun meira en fólk geri sér grein fyrir og að þeir Xavi og Iniesta séu manna fegnastir að Skotinn taki út leikbann annað kvöld. Hann telur að föst leikatriði gætu átt eftir að reynast United drjúg á móti Barcelona og segist alveg eins búast við að þau ráði úrslitum í leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira