Norman hissa á breytingunum á Augusta 21. mars 2009 11:30 Norman verður með á Masters. Nordic Photos/Getty Images Hvíti hákarlinn Greg Norman segir að breytingarnar sem búið sé að gera á Augusta-vellinum hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu. Norman tekur þátt á Masters í fyrsta skipti síðan 2002. „Það er búið að bæta 420 metrum við völlinn og ég var í losti þegar ég sá þessar breytingar. Þetta eru hreint út sagt lygilegar breytingar og það strax frá fyrstu holu. Ef veðrið helst svona á völlurinn eftir að henta þeim vel sem slá lengra," sagði Norman sem tryggði sér þáttökurétt með því að lenda í þriðja sæti á US Open í fyrra. „Ég var sérstaklega hissa með breytingarnar sem voru gerðar á sumum af bestu holunum. Ég skil að menn geri breytingar á par fimm holum en að breyta sjöundu holunni eins og þeir gerðu skil ég ekki. Ég elskaði áskoranirnar sem voru á stuttu holunum í gamla daga. Þá þurfti að taka áhættur og annað hvort beit holan mann í rassinn eða maður uppskar ríkulega," sagði Norman sem ætlar að njóta sín á Augusta í ár enda ekki verið þar í sjö ár. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Hvíti hákarlinn Greg Norman segir að breytingarnar sem búið sé að gera á Augusta-vellinum hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu. Norman tekur þátt á Masters í fyrsta skipti síðan 2002. „Það er búið að bæta 420 metrum við völlinn og ég var í losti þegar ég sá þessar breytingar. Þetta eru hreint út sagt lygilegar breytingar og það strax frá fyrstu holu. Ef veðrið helst svona á völlurinn eftir að henta þeim vel sem slá lengra," sagði Norman sem tryggði sér þáttökurétt með því að lenda í þriðja sæti á US Open í fyrra. „Ég var sérstaklega hissa með breytingarnar sem voru gerðar á sumum af bestu holunum. Ég skil að menn geri breytingar á par fimm holum en að breyta sjöundu holunni eins og þeir gerðu skil ég ekki. Ég elskaði áskoranirnar sem voru á stuttu holunum í gamla daga. Þá þurfti að taka áhættur og annað hvort beit holan mann í rassinn eða maður uppskar ríkulega," sagði Norman sem ætlar að njóta sín á Augusta í ár enda ekki verið þar í sjö ár.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira