Sérfræðingar vestanhafs segja vísbendingar um að farið sé að draga úr samdrætti í bandarísku efnahagslífi. Aðstæður muni verða erfiðar og bati taka tíma.
Nýlegar niðurstöður úr smásölugeiranum vestra styðja þetta að hluta. Smásala jókst lítillega eða um 0,5 prósent á milli mánaða í maí miðað við 1,1 prósenta lækkun í mánuðinum á undan.
