Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á Estoril-mótinu í Portúgal þó svo hann hafi ekki spilað sérstaklega vel í dag.
Birgir Leifur lék fínt golf fyrsta daginn og kom í hús á tveimur höggum undir pari og var með efstu mönnum. Hann lék aftur á móti á fjórum höggum yfir pari í dag eða á 75 höggum.
Hann komst því naumlega í gegnum niðurskurðinn og er í 55.-77. sæti á mótinu.
Englendingurinn Ross McGowan er enn efstur en hann er samtals á fimm höggum undir pari.