Einn leikur fór fram í N1-deild kvenna í kvöld. Fram vann sigur á HK í Kópavoginum, 26-20. Staðan í hálfleik var 15-11, Fram í vil.
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram og Ásta Birna Gunnarsdóttir fjögur.
Elísa Ósk Viðarsdóttir var markahæst í liði HK með sex mörk. Arna Sif Pálsdóttir og Brynja Magnúsdóttir skoruðu fjögur hvor.
Fram er nú með sautján stig en í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Val. HK er í sjötta sæti með níu stig.
