Kínverskum milljónum skipt út fyrir bankaábyrgð hjá Glitni 26. mars 2009 14:12 Útgáfa Nyhedsavisen gæti enn verið í gangi ef Morten Lund þáverandi eigandi blaðsins hefði ekki ákveðið að hafna tilboði kínverska auðmannsins Richard Li þegar honum tókst í staðinn að afla sér bankaábyrgðar hjá Glitni. Þessar upplýsingar koma m.a. fram í nýrri bók um Nyhedsavisen sem ber nafnið Alt går eftir planen eða Allt er á áætlun. Jyllands Posten fjallar um málið í dag og vitnar í bókina. Samkvæmt henni var Richard Li, sem kemur frá Hong Kong, svo gott sem orðinn hluthafi í Nyhedsavisen þann 20. mars í fyrra. Li hafði að vísu skömmu áður hætt við þátttöku sína í útgáfunni en þegar hinir fyrrum íslensku eigendur blaðsins komu Lund til aðstoðar sendi Li sms-skeyti til Lund sem sagði: we have a deal" eða við höfum samning. Lund ákvað svo að hafna tilboði Li á síðustu stundu þegar honum hafði tekist að útvega sér 80 milljón danskra kr., eða um 1,6 milljarða kr. bankaábyrgð hjá Glitni. Þessi ábyrgð var upprunalega hugsuð sem trygging fyrir aðkomu Li að útgáfunni. Lund notaði svo ábyrgðina til að tryggja sér lán frá Straumi og halda þar með sjálfur áfram töglum og höldum í útgáfu Nyhedsavisen. Síðan segir Jyllands Posten að til að fullkomna ruglið megi nefna að einn stærsti hluthafinn í Glitni hafi verið Stoðir sem aftur voru að stórum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem aftur stóð að því að stofna Nyhedsavisen á sínum tíma. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Útgáfa Nyhedsavisen gæti enn verið í gangi ef Morten Lund þáverandi eigandi blaðsins hefði ekki ákveðið að hafna tilboði kínverska auðmannsins Richard Li þegar honum tókst í staðinn að afla sér bankaábyrgðar hjá Glitni. Þessar upplýsingar koma m.a. fram í nýrri bók um Nyhedsavisen sem ber nafnið Alt går eftir planen eða Allt er á áætlun. Jyllands Posten fjallar um málið í dag og vitnar í bókina. Samkvæmt henni var Richard Li, sem kemur frá Hong Kong, svo gott sem orðinn hluthafi í Nyhedsavisen þann 20. mars í fyrra. Li hafði að vísu skömmu áður hætt við þátttöku sína í útgáfunni en þegar hinir fyrrum íslensku eigendur blaðsins komu Lund til aðstoðar sendi Li sms-skeyti til Lund sem sagði: we have a deal" eða við höfum samning. Lund ákvað svo að hafna tilboði Li á síðustu stundu þegar honum hafði tekist að útvega sér 80 milljón danskra kr., eða um 1,6 milljarða kr. bankaábyrgð hjá Glitni. Þessi ábyrgð var upprunalega hugsuð sem trygging fyrir aðkomu Li að útgáfunni. Lund notaði svo ábyrgðina til að tryggja sér lán frá Straumi og halda þar með sjálfur áfram töglum og höldum í útgáfu Nyhedsavisen. Síðan segir Jyllands Posten að til að fullkomna ruglið megi nefna að einn stærsti hluthafinn í Glitni hafi verið Stoðir sem aftur voru að stórum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem aftur stóð að því að stofna Nyhedsavisen á sínum tíma.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira