Hafa tapað 9 milljörðum á Debenhamshlutum 24. apríl 2009 10:00 Reikna má með að HSBC bankinn hafi tapað um 9 milljörðum kr. á því að bíða ekki tæpan mánuð með að setja rúmlega 13% fyrrum hlut Baugs í Debenhams í sölu. Bankinn setti hlutinn í sölu síðustu mánaðarmót með verðmiðann 40-45 pens. Í dag er hluturinn í Debenhams kominn í 80 pens á markaðinum í London eftir að hann hækkaði um rúm 18% á sumardaginn fyrsta. Hækkun kom í framhaldi af hálfsársuppgjöri Debenhams, til loka febrúar, sem sýndi að hagnaður félagsins fyrir skatta hafði hækkað um rúm 11% og sala verslunarkeðjunnar hafði aukist um 0,3% á sama tímabili. Þá kom einnig fram í uppgjörinu að 100 milljónir punda af skuldum Debenhams eru á gjalddaga í maí og að félagið muni ná að greiða þá upphæð úr varasjóðum sínum og greiðsluflæði úr verslunum félagsins. Þegar HSBC bankinn setti hlut Baugs í sölu í lok mars á 40-45 pens var markaðsvirði Debenhams 350-390 milljónir punda og hlutur Baugs því um 45-50 milljón punda virði Síðan hefur markaðsvirðið nær tvöfaldast eins og að framan greinir og er nú um 700 miljónir punda og rúm 13% því rúmlega 90 miljón punda virði. Því hefði sala HSBC gefið af sér um níu milljörðum kr. meira nú en hún gerði fyrir tæpum mánuði síðan. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Reikna má með að HSBC bankinn hafi tapað um 9 milljörðum kr. á því að bíða ekki tæpan mánuð með að setja rúmlega 13% fyrrum hlut Baugs í Debenhams í sölu. Bankinn setti hlutinn í sölu síðustu mánaðarmót með verðmiðann 40-45 pens. Í dag er hluturinn í Debenhams kominn í 80 pens á markaðinum í London eftir að hann hækkaði um rúm 18% á sumardaginn fyrsta. Hækkun kom í framhaldi af hálfsársuppgjöri Debenhams, til loka febrúar, sem sýndi að hagnaður félagsins fyrir skatta hafði hækkað um rúm 11% og sala verslunarkeðjunnar hafði aukist um 0,3% á sama tímabili. Þá kom einnig fram í uppgjörinu að 100 milljónir punda af skuldum Debenhams eru á gjalddaga í maí og að félagið muni ná að greiða þá upphæð úr varasjóðum sínum og greiðsluflæði úr verslunum félagsins. Þegar HSBC bankinn setti hlut Baugs í sölu í lok mars á 40-45 pens var markaðsvirði Debenhams 350-390 milljónir punda og hlutur Baugs því um 45-50 milljón punda virði Síðan hefur markaðsvirðið nær tvöfaldast eins og að framan greinir og er nú um 700 miljónir punda og rúm 13% því rúmlega 90 miljón punda virði. Því hefði sala HSBC gefið af sér um níu milljörðum kr. meira nú en hún gerði fyrir tæpum mánuði síðan.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira