SönderjyskE úr fallsæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2009 10:25 Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason komu báðir við sögu með sínum liðum í Danmörku um helgina. Mynd/Vignir SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti. SönderjyskE var í fallsæti fyrir helgina og hafði verið lengi. Horsens var í tíunda sætinu fyrir helgi og því um mikinn fallslag að ræða. Með sigrinum færðist SönderjyskE upp í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig og Horsens í það ellefta með 22. Vejle er í botnsætinu með 20 stig. Sölvi Geir Ottesen lék að venju allan leikinn fyrir SönderjyskE. Kári Árnason var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði fyrir Randers, 1-0, á útivelli í sömu deild um helgina. Kári var tekinn af velli á 58. mínútu en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig. Bröndby er í öðru sæti deildarinnar með 62 stig, tveimur á eftir toppliði FCK. Bröndby vann um helgina 3-1 útisigur á botnliði Vejle þar sem Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby. Í dönsku B-deildinni var Rúrik Gíslason í fyrsta sinn í byrjunarliði Viborg eftir fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 2-0 sigur á Thisted. Viborg er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig eftir 23 leiki. Herfölge er í efsta sætinu með 52 stig og Silkeborg í því öðru með 50. Í Noregi héldu nýliðar Sandefjord áfram að koma á óvart með því að vinna 1-0 sigur á Strömsgodset. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Sandefjord og nældi í vítaspyrnuna sem liðið skoraði sigurmarkið úr. Hann var svo tekinn af velli á 54. mínútu leiksins. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Viking sem vann 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Birkir var einmitt í láni hjá Bodö/Glimt á síðasta keppnistímabili þar sem hann sló í gegn. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö. Þá gerðu Stabæk og Lyn markalaust jafntefli. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Lyn en Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi Stabæk. Rosenborg er á toppi deildarinnar með sautján stig. Sandefjord er í fjórða sæti með tólf stig, Viking í fimmta með ellefu, Odd Grenland í sjötta með tíu en meistarar Stabæk í tólfta sætinu með sjö stig. Stabæk hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni. Í norsku B-deildinni tapaði Nybergsund sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Löv-Ham á heimavelli, 2-1. Viktor Bjarki Arnarsson lék fyrstu 80 mínúturnar í liði Nybergsund sem er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Í Svíþjóð eru fjögur lið efst og jöfn með tólf stig, þar af Íslendingaliðin IFK Gautaborg, Helsingborg og Elfsborg. Um helgina gerði Elfsborg 1-1 jafntefli við Brommapojkarna þar sem Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti. SönderjyskE var í fallsæti fyrir helgina og hafði verið lengi. Horsens var í tíunda sætinu fyrir helgi og því um mikinn fallslag að ræða. Með sigrinum færðist SönderjyskE upp í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig og Horsens í það ellefta með 22. Vejle er í botnsætinu með 20 stig. Sölvi Geir Ottesen lék að venju allan leikinn fyrir SönderjyskE. Kári Árnason var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði fyrir Randers, 1-0, á útivelli í sömu deild um helgina. Kári var tekinn af velli á 58. mínútu en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig. Bröndby er í öðru sæti deildarinnar með 62 stig, tveimur á eftir toppliði FCK. Bröndby vann um helgina 3-1 útisigur á botnliði Vejle þar sem Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby. Í dönsku B-deildinni var Rúrik Gíslason í fyrsta sinn í byrjunarliði Viborg eftir fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 2-0 sigur á Thisted. Viborg er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig eftir 23 leiki. Herfölge er í efsta sætinu með 52 stig og Silkeborg í því öðru með 50. Í Noregi héldu nýliðar Sandefjord áfram að koma á óvart með því að vinna 1-0 sigur á Strömsgodset. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Sandefjord og nældi í vítaspyrnuna sem liðið skoraði sigurmarkið úr. Hann var svo tekinn af velli á 54. mínútu leiksins. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Viking sem vann 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Birkir var einmitt í láni hjá Bodö/Glimt á síðasta keppnistímabili þar sem hann sló í gegn. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö. Þá gerðu Stabæk og Lyn markalaust jafntefli. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Lyn en Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi Stabæk. Rosenborg er á toppi deildarinnar með sautján stig. Sandefjord er í fjórða sæti með tólf stig, Viking í fimmta með ellefu, Odd Grenland í sjötta með tíu en meistarar Stabæk í tólfta sætinu með sjö stig. Stabæk hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni. Í norsku B-deildinni tapaði Nybergsund sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Löv-Ham á heimavelli, 2-1. Viktor Bjarki Arnarsson lék fyrstu 80 mínúturnar í liði Nybergsund sem er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Í Svíþjóð eru fjögur lið efst og jöfn með tólf stig, þar af Íslendingaliðin IFK Gautaborg, Helsingborg og Elfsborg. Um helgina gerði Elfsborg 1-1 jafntefli við Brommapojkarna þar sem Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira