SönderjyskE úr fallsæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2009 10:25 Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason komu báðir við sögu með sínum liðum í Danmörku um helgina. Mynd/Vignir SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti. SönderjyskE var í fallsæti fyrir helgina og hafði verið lengi. Horsens var í tíunda sætinu fyrir helgi og því um mikinn fallslag að ræða. Með sigrinum færðist SönderjyskE upp í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig og Horsens í það ellefta með 22. Vejle er í botnsætinu með 20 stig. Sölvi Geir Ottesen lék að venju allan leikinn fyrir SönderjyskE. Kári Árnason var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði fyrir Randers, 1-0, á útivelli í sömu deild um helgina. Kári var tekinn af velli á 58. mínútu en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig. Bröndby er í öðru sæti deildarinnar með 62 stig, tveimur á eftir toppliði FCK. Bröndby vann um helgina 3-1 útisigur á botnliði Vejle þar sem Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby. Í dönsku B-deildinni var Rúrik Gíslason í fyrsta sinn í byrjunarliði Viborg eftir fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 2-0 sigur á Thisted. Viborg er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig eftir 23 leiki. Herfölge er í efsta sætinu með 52 stig og Silkeborg í því öðru með 50. Í Noregi héldu nýliðar Sandefjord áfram að koma á óvart með því að vinna 1-0 sigur á Strömsgodset. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Sandefjord og nældi í vítaspyrnuna sem liðið skoraði sigurmarkið úr. Hann var svo tekinn af velli á 54. mínútu leiksins. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Viking sem vann 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Birkir var einmitt í láni hjá Bodö/Glimt á síðasta keppnistímabili þar sem hann sló í gegn. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö. Þá gerðu Stabæk og Lyn markalaust jafntefli. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Lyn en Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi Stabæk. Rosenborg er á toppi deildarinnar með sautján stig. Sandefjord er í fjórða sæti með tólf stig, Viking í fimmta með ellefu, Odd Grenland í sjötta með tíu en meistarar Stabæk í tólfta sætinu með sjö stig. Stabæk hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni. Í norsku B-deildinni tapaði Nybergsund sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Löv-Ham á heimavelli, 2-1. Viktor Bjarki Arnarsson lék fyrstu 80 mínúturnar í liði Nybergsund sem er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Í Svíþjóð eru fjögur lið efst og jöfn með tólf stig, þar af Íslendingaliðin IFK Gautaborg, Helsingborg og Elfsborg. Um helgina gerði Elfsborg 1-1 jafntefli við Brommapojkarna þar sem Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti. SönderjyskE var í fallsæti fyrir helgina og hafði verið lengi. Horsens var í tíunda sætinu fyrir helgi og því um mikinn fallslag að ræða. Með sigrinum færðist SönderjyskE upp í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig og Horsens í það ellefta með 22. Vejle er í botnsætinu með 20 stig. Sölvi Geir Ottesen lék að venju allan leikinn fyrir SönderjyskE. Kári Árnason var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði fyrir Randers, 1-0, á útivelli í sömu deild um helgina. Kári var tekinn af velli á 58. mínútu en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig. Bröndby er í öðru sæti deildarinnar með 62 stig, tveimur á eftir toppliði FCK. Bröndby vann um helgina 3-1 útisigur á botnliði Vejle þar sem Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby. Í dönsku B-deildinni var Rúrik Gíslason í fyrsta sinn í byrjunarliði Viborg eftir fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 2-0 sigur á Thisted. Viborg er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig eftir 23 leiki. Herfölge er í efsta sætinu með 52 stig og Silkeborg í því öðru með 50. Í Noregi héldu nýliðar Sandefjord áfram að koma á óvart með því að vinna 1-0 sigur á Strömsgodset. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Sandefjord og nældi í vítaspyrnuna sem liðið skoraði sigurmarkið úr. Hann var svo tekinn af velli á 54. mínútu leiksins. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Viking sem vann 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Birkir var einmitt í láni hjá Bodö/Glimt á síðasta keppnistímabili þar sem hann sló í gegn. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö. Þá gerðu Stabæk og Lyn markalaust jafntefli. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Lyn en Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi Stabæk. Rosenborg er á toppi deildarinnar með sautján stig. Sandefjord er í fjórða sæti með tólf stig, Viking í fimmta með ellefu, Odd Grenland í sjötta með tíu en meistarar Stabæk í tólfta sætinu með sjö stig. Stabæk hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni. Í norsku B-deildinni tapaði Nybergsund sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Löv-Ham á heimavelli, 2-1. Viktor Bjarki Arnarsson lék fyrstu 80 mínúturnar í liði Nybergsund sem er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Í Svíþjóð eru fjögur lið efst og jöfn með tólf stig, þar af Íslendingaliðin IFK Gautaborg, Helsingborg og Elfsborg. Um helgina gerði Elfsborg 1-1 jafntefli við Brommapojkarna þar sem Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira