Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lauk keppni á Telenet Trophy mótinu í Belgíu og endaði í 25.-28. sæti.
Mótið er liður í Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur lék á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari Royal Waterloo vallarins og var því samanlagt á fjórum höggum undir pari í mótinu. Birgir Leifur fékk tvo fugla og einn skolla á lokahringnum.
Birgir Leifur fékk um 1.300 evrur eða um 225 þúsund íslenskar krónur fyrir árangur sinn í mótinu.
Frakkinn Francois Calmels sigraði mótið á tólf höggum undir pari en Carlos Rodles og Sam Walker voru jafnir í öðru til þriðja sæti á tíu höggum undir pari.