Í Bretlandi eru nú sumar bifreiðar ódýrari heldur en notaðar. Þetta er þó mismunandi eftir tegundum. Fjármálakreppan hefur haft þessi áhrif. Neytendur geta sparað allt að 1000 pund eða rúmlega 190 þúsund íslenskar krónur ef þeir kaupa nýja bifreið í stað bifreiðar sem búið er að aka nokkur þúsund kílómetra.
Í frétt Sky fréttastofunnar er tekið dæmi af Vauxhall Corsa sem fæst nýr á 5995 pund en eldri eintak sem ekið hefur 3500 kílómetra er rúmlega 500 pundum dýrari. Munurinn er rúmlega 95 þúsund krónur.
