Áltonnið er komið í 1.738 dollara í London 21. júlí 2009 12:22 Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka verulega og er nú komið í 1.738 dollara tonnið á markaðinum í London. Í gærmorgun stóð það í rétt tæpum 1.700 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Greining Íslandsbanka fjallar um verðþróunina í Morgunkorni sínu. Þar segir að frá mánaðarmótum hefur verð á áli hækkað um 5%, en það sem af er ári nemur hækkunin ríflega 11%. Jákvæðir straumar frá hækkandi hlutabréfaverði og aukinn áhugi hrávörusjóða eru meðal helstu ástæðna hækkunarinnar síðustu daga, en á sama tíma lækkuðu flestir iðnaðarmálmar í verði. Þótt sérfræðinga á hrávörumarkaði greini á um hvort slegið geti í bakseglin hvað álverð varðar á næstu mánuðum virðast þeir flestir sammála um að horfur séu allgóðar næstu árin. Samantekt á spám á Bloomberg fréttaveitunni hljóðar til að mynda á þann veg að álverð muni að meðaltali verða tæpir 1.800 Bandaríkjadalir fyrir tonnið á næsta ári og tonnið fari upp undir 2.900 dali að þremur árum liðnum. Framvirkt álverð á markaðinum í London gefur ekki jafn mikla ástæðu til bjartsýni, en þó hljóðar það upp á að áltonnið verði komið í tæplega 2.000 dali árið 2012. Þróun álverðs hefur talsvert mikið að segja fyrir viðskiptajöfnuð Íslands á komandi árum. Álútflutningur skilar þessa dagana álíka miklum gjaldeyristekjum og útflutningur sjávarafurða. Hins vegar er sá munur á að innflutt aðföng til álframleiðslu eru talsvert meiri en til veiða og vinnslu, auk þess sem hagnaður rennur að lokum til hinna erlendu eigenda álveranna. Nettóinnflæði gjaldeyris vegna álframleiðslu er því umtalsvert minni en raunin er með sjávarútveg. Þar sem raforkuverð til álveranna er tengt við álverð getur þróun þess síðarnefnda þó gert gæfumuninn um arðsemi og ekki síður lausafjárstöðu orkufyrirtækjanna í erlendum gjaldeyri. Á tímum þar sem aðgangur að erlendu lánsfé er afar takmarkaður hér á landi er gríðarlega mikilvægt að orkufyrirtækin þurfi sem minnst að leita á innlenda markaði eftir gjaldeyri og að rekstur þeirra sé arðbær, og því getur hagstæð þróun álverðs létt íslensku efnahagslífi róðurinn talsvert á næstu misserum. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka verulega og er nú komið í 1.738 dollara tonnið á markaðinum í London. Í gærmorgun stóð það í rétt tæpum 1.700 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Greining Íslandsbanka fjallar um verðþróunina í Morgunkorni sínu. Þar segir að frá mánaðarmótum hefur verð á áli hækkað um 5%, en það sem af er ári nemur hækkunin ríflega 11%. Jákvæðir straumar frá hækkandi hlutabréfaverði og aukinn áhugi hrávörusjóða eru meðal helstu ástæðna hækkunarinnar síðustu daga, en á sama tíma lækkuðu flestir iðnaðarmálmar í verði. Þótt sérfræðinga á hrávörumarkaði greini á um hvort slegið geti í bakseglin hvað álverð varðar á næstu mánuðum virðast þeir flestir sammála um að horfur séu allgóðar næstu árin. Samantekt á spám á Bloomberg fréttaveitunni hljóðar til að mynda á þann veg að álverð muni að meðaltali verða tæpir 1.800 Bandaríkjadalir fyrir tonnið á næsta ári og tonnið fari upp undir 2.900 dali að þremur árum liðnum. Framvirkt álverð á markaðinum í London gefur ekki jafn mikla ástæðu til bjartsýni, en þó hljóðar það upp á að áltonnið verði komið í tæplega 2.000 dali árið 2012. Þróun álverðs hefur talsvert mikið að segja fyrir viðskiptajöfnuð Íslands á komandi árum. Álútflutningur skilar þessa dagana álíka miklum gjaldeyristekjum og útflutningur sjávarafurða. Hins vegar er sá munur á að innflutt aðföng til álframleiðslu eru talsvert meiri en til veiða og vinnslu, auk þess sem hagnaður rennur að lokum til hinna erlendu eigenda álveranna. Nettóinnflæði gjaldeyris vegna álframleiðslu er því umtalsvert minni en raunin er með sjávarútveg. Þar sem raforkuverð til álveranna er tengt við álverð getur þróun þess síðarnefnda þó gert gæfumuninn um arðsemi og ekki síður lausafjárstöðu orkufyrirtækjanna í erlendum gjaldeyri. Á tímum þar sem aðgangur að erlendu lánsfé er afar takmarkaður hér á landi er gríðarlega mikilvægt að orkufyrirtækin þurfi sem minnst að leita á innlenda markaði eftir gjaldeyri og að rekstur þeirra sé arðbær, og því getur hagstæð þróun álverðs létt íslensku efnahagslífi róðurinn talsvert á næstu misserum.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira