Viðskipti erlent

Tchenguiz ætlar að safna 400 milljörðum

Vincent Tchenguiz
Vincent Tchenguiz

Fasteignajöfurinn Vincent Tchenguiz, bróðir Robert Tchenguiz, stærsta lántakenda Kaupþings, ætlar að safna 400 milljörðum með skuldabréfaútgáfu á næstu misserum. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag.

Tchenguiz, sem er umsvifamikill fasteignaeigandi í London, ætlar að veðsetja fasteignasafn sitt á móti bréfunum og nota peninginn til að endurfjármagna fasteignafélög sín. Hann hefur verið afkastamikill á fasteignamarkaðnum að undanförnu og ekki látið kreppuna koma í veg fyrir fasteignakaup.

Samkvæmt Telegraph er talið líklegast að kaupendur skuldabréfanna verði eftirlaunasjóðir sem muni kaupa bréfin til sextíu ára.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×