Japanski fjárfestirinn nátengdur stærsta kröfuhafa Glitnis 14. september 2009 15:31 Hajime Satomi einn af japönsku fjárfestunum sem vildi kaupa Glitni í vetur í gegnum félagið Satomi & Ogasawara partnership er nátengdur Sumitomo Mitsui bankanum sem aftur er einn af stærstu kröfuhöfum Glitnis. Satomi og Sumitomo tilheyra einni af samsteypunum (keiretsu) sex sem stjórna stórum hluta af japönsku efnahagslífi. Raunar eru tvö af stærstu félögum Satomi til húsa í Sumitomo byggingunni í Tókýó. Hajime Satomi er í hópi auðugustu Japana í heiminum nú 67 ára gamall. Raunar er hann númer 29 á lista Forbes yfir 40 auðugustu Japanina í ár. Metur Forbes persónulegan auð Satomi upp á 740 milljónir dollara eða um 92 milljarða kr. Nokkuð hefur kvarnast úr auði hans í fjármálakreppunni því árið 2006 mat Forbes auð hans á 1,1 milljarð dollara. Satomi stofnaði fyrirtækið Sammy Corporation árið 1975 þegar hann var enn í háskólanámi. Sammy Corp. var síðan skráð í kauphöllina í Tókýó árið 2001 og er nú stærsti framleiðandi spilakassa í Japan, svokallaðra pachislot og pachinko kassa. Árið 2004 keypti Sammy Corp. svo tölvuleikjaframleiðandann Sega Corparation fyrir 394 milljónir dollara og sameinaði við sinn rekstur. Satomi er nú forstjóri hins sameinaða félags Sega Sammy Holdings Inc. Velta þess nam 4,5 milljörðum dollara fyrir þremur árum eða hátt í 600 milljörðum kr. Þegar litið er á yfirlit yfir starfsemi Sega Sammy Holdings kemur í ljós að helsti viðskiptabanki þess er Sumitomo Mitsui. Viðskiptamenning Japana, og þar með hin stóru keiretsu, komst í sviðsljósið upp úr 1980 þegar japönsk stórfyrirtæki tóku til við að kaupa ýmsar þekktar eignir í Bandaríkjunum. Keiretsu er einstakt fyrirbirgði og eingöngu til í Japan. Hvert þeirra um sig myndar þéttriðið net fyrirtækja og félaga í ólíkum rekstri og eru í nánum tengslum við japönsk stjórnvöld. Talið er að sex stærstu keiretsu-in eigi eða stjórni yfir fjórðungi af öllum eignum Japana í heiminum. Til Sumitomo Mitsui keiretsu-ins tilheyra fyrirtæki á borð við Asaki bruggverksmiðjurnar, Mazda bílaframleiðandinn og tölvurisinn NEC auk þriggja af stærstu járnbrautarfélögunum í Japan. Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Hajime Satomi einn af japönsku fjárfestunum sem vildi kaupa Glitni í vetur í gegnum félagið Satomi & Ogasawara partnership er nátengdur Sumitomo Mitsui bankanum sem aftur er einn af stærstu kröfuhöfum Glitnis. Satomi og Sumitomo tilheyra einni af samsteypunum (keiretsu) sex sem stjórna stórum hluta af japönsku efnahagslífi. Raunar eru tvö af stærstu félögum Satomi til húsa í Sumitomo byggingunni í Tókýó. Hajime Satomi er í hópi auðugustu Japana í heiminum nú 67 ára gamall. Raunar er hann númer 29 á lista Forbes yfir 40 auðugustu Japanina í ár. Metur Forbes persónulegan auð Satomi upp á 740 milljónir dollara eða um 92 milljarða kr. Nokkuð hefur kvarnast úr auði hans í fjármálakreppunni því árið 2006 mat Forbes auð hans á 1,1 milljarð dollara. Satomi stofnaði fyrirtækið Sammy Corporation árið 1975 þegar hann var enn í háskólanámi. Sammy Corp. var síðan skráð í kauphöllina í Tókýó árið 2001 og er nú stærsti framleiðandi spilakassa í Japan, svokallaðra pachislot og pachinko kassa. Árið 2004 keypti Sammy Corp. svo tölvuleikjaframleiðandann Sega Corparation fyrir 394 milljónir dollara og sameinaði við sinn rekstur. Satomi er nú forstjóri hins sameinaða félags Sega Sammy Holdings Inc. Velta þess nam 4,5 milljörðum dollara fyrir þremur árum eða hátt í 600 milljörðum kr. Þegar litið er á yfirlit yfir starfsemi Sega Sammy Holdings kemur í ljós að helsti viðskiptabanki þess er Sumitomo Mitsui. Viðskiptamenning Japana, og þar með hin stóru keiretsu, komst í sviðsljósið upp úr 1980 þegar japönsk stórfyrirtæki tóku til við að kaupa ýmsar þekktar eignir í Bandaríkjunum. Keiretsu er einstakt fyrirbirgði og eingöngu til í Japan. Hvert þeirra um sig myndar þéttriðið net fyrirtækja og félaga í ólíkum rekstri og eru í nánum tengslum við japönsk stjórnvöld. Talið er að sex stærstu keiretsu-in eigi eða stjórni yfir fjórðungi af öllum eignum Japana í heiminum. Til Sumitomo Mitsui keiretsu-ins tilheyra fyrirtæki á borð við Asaki bruggverksmiðjurnar, Mazda bílaframleiðandinn og tölvurisinn NEC auk þriggja af stærstu járnbrautarfélögunum í Japan.
Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira