Krónan er tæki fyrir viðvaninga 29. október 2009 06:15 Átta mánuðum á eftir áætlun samþykkti stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins loks í gær endurskoðun á þeirri efnahagsáætlun sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunninn að áður en hún fór frá völdum. Góð von er um að nýr kafli í endurreisn efnahagslífs landsins geti hafist í kjölfarið. Þar allra efst á blaði hlýtur að vera að freista þess að lappa upp á gengi krónunnar. Tjónið af þessum minnsta sjálfstæða gjaldmiðli heims er þegar orðið skelfilegt, eins og nánast hvert heimili og fyrirtæki landsins getur vitnað um, jafnt þau sem eru með verðtryggð lán og hin sem voru svo óheppin að vera með skuldir í erlendri mynt. Í fyrra tilvikinu hefur verðbólgan valdið stórfelldri og óafturkræfri hækkun á höfuðstóli lána. Í því síðara hafa skuldirnar allt að tvöfaldast á innan við tveimur árum. Nú í vikunni birti Hagstofan nýjustu verðbólgutölurnar. Þær eru ekki fallegar. Útlit er fyrir að verðbólgan verði um tíu prósent á ársgrundvelli. Það er töluvert hærra en væntingar voru um. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart. Meginorsökin er veikt gengi krónunnar, sem hefur í för með sér hátt verð á innfluttum nauðsynjavörum. Það er í raun alveg makalaust að enn sé til fólk sem er reiðubúið að taka málstað krónunnar. Vissulega gagnast hún okkur við núverandi aðstæður, en hitt er alveg víst að staðan væri ekki svona afleit ef Ísland hefði haft annan gjaldmiðil. Helstu gjaldmiðlar heims, dollari og evra, hækkuðu um 100 prósent gagnvart krónu á innan við tveimur árum. Enginn rekstur, hvorki á heimili eða fyrirtæki, þolir slíkar ógnarsveiflur. Það hlálega við aðdáendaklúbb krónunnar er að hann samanstendur af sömu mönnum og þreyttust ekki á að lofsyngja sveigjanleika hagkerfis með eigin mynt. Það átti að vera grunnurinn að velmegun þjóðarinnar. En þau leiktjöld brunnu til ösku síðasta haust. Stefnan að baki þeim skildi íslenska þjóð eftir í sjálfheldu, rúna trausti og virðingu umheimsins. Svo illa er meira að segja komið fyrir krónunni að þegar erlendir kaupendur að fiskinum okkar hafa reynt að greiða fyrir hann með krónum neita útflytjendurnir að taka við slíkri greiðslu. Niðurlægingin er algjör. Hugmyndafræði sjálfstæðu peningamálastefnunnar varð endanlega gjaldþrota fyrir ári. Og það í orðsins fyllstu merkingu. Enda er krónan ekki annað en tæki fyrir viðvaninga í efnahagsstjórnun. Sveigjanleikinn sem hún gefur nýtist fyrst og fremst stjórnmálamönnum til að halda þjóðinni í þeirri gíslingu að hún hefur ekki hugmynd um hvaða rekstrarumhverfi bíður hennar. Með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru í framhaldinu opnast möguleiki á meiri stöðugleika og festu en er í boði hjá innfæddum stjórnendum efnahagslífsins. Um annað er óþarfi að efast eftir að aðdáendur sjálfstæðu peningamálastefnunnar keyrðu með landið fram af bjargbrúninni síðasta haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Átta mánuðum á eftir áætlun samþykkti stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins loks í gær endurskoðun á þeirri efnahagsáætlun sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunninn að áður en hún fór frá völdum. Góð von er um að nýr kafli í endurreisn efnahagslífs landsins geti hafist í kjölfarið. Þar allra efst á blaði hlýtur að vera að freista þess að lappa upp á gengi krónunnar. Tjónið af þessum minnsta sjálfstæða gjaldmiðli heims er þegar orðið skelfilegt, eins og nánast hvert heimili og fyrirtæki landsins getur vitnað um, jafnt þau sem eru með verðtryggð lán og hin sem voru svo óheppin að vera með skuldir í erlendri mynt. Í fyrra tilvikinu hefur verðbólgan valdið stórfelldri og óafturkræfri hækkun á höfuðstóli lána. Í því síðara hafa skuldirnar allt að tvöfaldast á innan við tveimur árum. Nú í vikunni birti Hagstofan nýjustu verðbólgutölurnar. Þær eru ekki fallegar. Útlit er fyrir að verðbólgan verði um tíu prósent á ársgrundvelli. Það er töluvert hærra en væntingar voru um. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart. Meginorsökin er veikt gengi krónunnar, sem hefur í för með sér hátt verð á innfluttum nauðsynjavörum. Það er í raun alveg makalaust að enn sé til fólk sem er reiðubúið að taka málstað krónunnar. Vissulega gagnast hún okkur við núverandi aðstæður, en hitt er alveg víst að staðan væri ekki svona afleit ef Ísland hefði haft annan gjaldmiðil. Helstu gjaldmiðlar heims, dollari og evra, hækkuðu um 100 prósent gagnvart krónu á innan við tveimur árum. Enginn rekstur, hvorki á heimili eða fyrirtæki, þolir slíkar ógnarsveiflur. Það hlálega við aðdáendaklúbb krónunnar er að hann samanstendur af sömu mönnum og þreyttust ekki á að lofsyngja sveigjanleika hagkerfis með eigin mynt. Það átti að vera grunnurinn að velmegun þjóðarinnar. En þau leiktjöld brunnu til ösku síðasta haust. Stefnan að baki þeim skildi íslenska þjóð eftir í sjálfheldu, rúna trausti og virðingu umheimsins. Svo illa er meira að segja komið fyrir krónunni að þegar erlendir kaupendur að fiskinum okkar hafa reynt að greiða fyrir hann með krónum neita útflytjendurnir að taka við slíkri greiðslu. Niðurlægingin er algjör. Hugmyndafræði sjálfstæðu peningamálastefnunnar varð endanlega gjaldþrota fyrir ári. Og það í orðsins fyllstu merkingu. Enda er krónan ekki annað en tæki fyrir viðvaninga í efnahagsstjórnun. Sveigjanleikinn sem hún gefur nýtist fyrst og fremst stjórnmálamönnum til að halda þjóðinni í þeirri gíslingu að hún hefur ekki hugmynd um hvaða rekstrarumhverfi bíður hennar. Með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru í framhaldinu opnast möguleiki á meiri stöðugleika og festu en er í boði hjá innfæddum stjórnendum efnahagslífsins. Um annað er óþarfi að efast eftir að aðdáendur sjálfstæðu peningamálastefnunnar keyrðu með landið fram af bjargbrúninni síðasta haust.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun