Háskólagjöld Breta hækka vegna íslenska bankahrunsins 15. apríl 2009 09:05 Samtök háskóla í Bretlandi (Universities UK) hafa birt skýrslu þar sem fram kemur að skólagjöld nemenda við þessa skóla verði að hækka verulega m.a. vegna taps sumra þeirra á innistæðum sínum í íslensku bönkunum þegar þeir komust í þrot s.l. haust. Skýrslan er byggð á viðhorfum rektora við 133 háskóla til fjármögnunar háskólanna í framtíðinni. Þar kemur m.a. fram að skólagjöldin þurfi að hækka að jafnaði í a.m.k. 5.000 pund á ári eða í tæpa milljón kr. Í umfjöllun breska blaðsins Guardian segir að háskólarnir hafi orðið verulega fyrir barðinu á fjármálakreppunni og fylgifiskum hennar allt frá hruni íslensku bankanna og upp í að vera fórnarlömb í Ponzi-svikamyllu Bernard Madoff á Wall Street. Guardian tekur Manchester Metropolitan háskólann sem dæmi um háskóla sem fór verulega illa út úr hruni íslensku bankanna en skólinn tapaði 10 milljónum punda, nær tveimur milljörðum kr. í hruni þeirra. Raunar töpuðu aðrir þekktari háskólar, eins og t.d. Oxford og Cambridge mun hærri upphæðum á íslensku bönkunum en Manchester Metropolitan. Oxford, sem tapaði um 30 milljónum punda, var hinsvegar mun betur staddur fjárhagslega og með öflugri bakhjarla en Metropolitan. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samtök háskóla í Bretlandi (Universities UK) hafa birt skýrslu þar sem fram kemur að skólagjöld nemenda við þessa skóla verði að hækka verulega m.a. vegna taps sumra þeirra á innistæðum sínum í íslensku bönkunum þegar þeir komust í þrot s.l. haust. Skýrslan er byggð á viðhorfum rektora við 133 háskóla til fjármögnunar háskólanna í framtíðinni. Þar kemur m.a. fram að skólagjöldin þurfi að hækka að jafnaði í a.m.k. 5.000 pund á ári eða í tæpa milljón kr. Í umfjöllun breska blaðsins Guardian segir að háskólarnir hafi orðið verulega fyrir barðinu á fjármálakreppunni og fylgifiskum hennar allt frá hruni íslensku bankanna og upp í að vera fórnarlömb í Ponzi-svikamyllu Bernard Madoff á Wall Street. Guardian tekur Manchester Metropolitan háskólann sem dæmi um háskóla sem fór verulega illa út úr hruni íslensku bankanna en skólinn tapaði 10 milljónum punda, nær tveimur milljörðum kr. í hruni þeirra. Raunar töpuðu aðrir þekktari háskólar, eins og t.d. Oxford og Cambridge mun hærri upphæðum á íslensku bönkunum en Manchester Metropolitan. Oxford, sem tapaði um 30 milljónum punda, var hinsvegar mun betur staddur fjárhagslega og með öflugri bakhjarla en Metropolitan.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira