Lúxusferðir laða ferðamenn til landsins Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 6. maí 2009 00:01 Hildur Ómarsdóttir „Þetta var geysistór viðburður," segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina. Ætla má að gjaldeyristekjur vegna ferðar hópsins eftir jöklaferð, verslanaleiðangra og ferðir á veitingahús auk annars sé ekki undir 40 milljónum króna. Hildur segir mikið hafa verið lagt í að fá hópinn hingað til lands. Viðræður hófust í október á síðasta ári, nánar tiltekið í fyrstu helgi október þegar ríkið tók viðskiptabankans þrjá yfir. „Í raun varð mjög erfitt að fá hópinn til lands vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gestirnir óttuðust að fyrirtæki yrðu almennt lokuð og að veitingahús gætu ekki tekið á móti þeim," segir Hildur og bendir á að óttinn hafi reynst ástæðulaus. Mikið var lagt í lokahóf ferðarinnar á Hilton Nordica á mánudagskvöld. Skautasvell var sett upp í fundarsal hótelsins. Þá söng Diddú fyrir gesti auk fleiri atriða. „Allir voru hæstánægðir," segir Hildur. Blaðamenn frá fagtímaritum frá Bandaríkjunum og Bretlandi fylgdu hópnum hingað til lands og fjölluðu um dvölina. Hildur segir mikil tækifæri geta falist í markaðssetningu hópferða sem þessa. „Nú verðum við að sýna fram á að Ísland er rétti áfangastaðurinn," segir hún og bætir við að á vissan hátt Ísland þess hversu slæmt ástandið sé víða um heim. Það sé óspillt og öruggur áfangastaður ferðamanna samanborið við Mexíkó, sem hafi verið vinsælasti áfangastaður fyrir allar styttri ráðstefnur og hvataferðir í Bandaríkjunum. Mjög hafi dregið úr slíkum ferðum þangað eftir að svínaflensan kom upp. Þá stendur til að viðburðafyrirtækið sem skipulagði ferðina sæki um viðurkenningu vegna þessa á alþjóðlegum vettvangi. Beri fyrirtæki sigur úr býtum geti það haft gríðarlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta yrði gríðarleg viðurkenning," segir hún og hvetur opinbera aðila til að styðja við ferðir sem þessar, ekki síst þar sem þær standi fyrir ómetanlegri kynningu á landi og þjóð. - jab Markaðir Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
„Þetta var geysistór viðburður," segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina. Ætla má að gjaldeyristekjur vegna ferðar hópsins eftir jöklaferð, verslanaleiðangra og ferðir á veitingahús auk annars sé ekki undir 40 milljónum króna. Hildur segir mikið hafa verið lagt í að fá hópinn hingað til lands. Viðræður hófust í október á síðasta ári, nánar tiltekið í fyrstu helgi október þegar ríkið tók viðskiptabankans þrjá yfir. „Í raun varð mjög erfitt að fá hópinn til lands vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gestirnir óttuðust að fyrirtæki yrðu almennt lokuð og að veitingahús gætu ekki tekið á móti þeim," segir Hildur og bendir á að óttinn hafi reynst ástæðulaus. Mikið var lagt í lokahóf ferðarinnar á Hilton Nordica á mánudagskvöld. Skautasvell var sett upp í fundarsal hótelsins. Þá söng Diddú fyrir gesti auk fleiri atriða. „Allir voru hæstánægðir," segir Hildur. Blaðamenn frá fagtímaritum frá Bandaríkjunum og Bretlandi fylgdu hópnum hingað til lands og fjölluðu um dvölina. Hildur segir mikil tækifæri geta falist í markaðssetningu hópferða sem þessa. „Nú verðum við að sýna fram á að Ísland er rétti áfangastaðurinn," segir hún og bætir við að á vissan hátt Ísland þess hversu slæmt ástandið sé víða um heim. Það sé óspillt og öruggur áfangastaður ferðamanna samanborið við Mexíkó, sem hafi verið vinsælasti áfangastaður fyrir allar styttri ráðstefnur og hvataferðir í Bandaríkjunum. Mjög hafi dregið úr slíkum ferðum þangað eftir að svínaflensan kom upp. Þá stendur til að viðburðafyrirtækið sem skipulagði ferðina sæki um viðurkenningu vegna þessa á alþjóðlegum vettvangi. Beri fyrirtæki sigur úr býtum geti það haft gríðarlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta yrði gríðarleg viðurkenning," segir hún og hvetur opinbera aðila til að styðja við ferðir sem þessar, ekki síst þar sem þær standi fyrir ómetanlegri kynningu á landi og þjóð. - jab
Markaðir Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira