Hinir ofurríku tapa mest á fjármálakreppunni 25. júní 2009 11:31 Fjöldi ofurríkra einstaklinga hefur minnkað um fjórðung í fjármálakreppunni og þar með hefur dregið úr sannleika kenningarinnar um að hinir ríku haldi betur á fjármunum sínum en aðrir. Í umfjöllun Financial Times um málið er vitnað í nýja skýrslu, World Wealth Report, sem gefin er út árlega af Capgemini og Merrill Lynch. Þar segir að hinum ofurríku, þ.e. fólki sem á 30 milljónir dollara eða 3,8 milljarða kr., hafi fækkað um tæp 25% á síðasta ári og eru þeir nú 78.000 talsins á heimsvísu. Þetta er töluvert meiri hlutfallsleg fækkun en hjá þeim sem eru dollaramilljónamæringar í heiminum. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær fækkaði þeim um tæp 15% í fyrra. Þetta þýðir að fjölgun þessara auðmanna í báðum hópunum frá árinu 2005 hefur þurrkast út. Milljóna og milljarðamæringar eru sem fyrr flestir í Bandaríkjunum. Hinsvegar hefur þeim fjölgað verulega í Kína á undanförnum árum sem eiga meir en milljón dollara í fórum sínum. Voru þeir 364.000 talsins í fyrra. Var það í fyrsta sinn í sögunni sem þeir verða fleiri talsins en í Bretlandi. Breskir dollaramilljónamæringar í fyrra voru 362.000 talsins og fækkaði þeim um 131.000 á árinu. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjöldi ofurríkra einstaklinga hefur minnkað um fjórðung í fjármálakreppunni og þar með hefur dregið úr sannleika kenningarinnar um að hinir ríku haldi betur á fjármunum sínum en aðrir. Í umfjöllun Financial Times um málið er vitnað í nýja skýrslu, World Wealth Report, sem gefin er út árlega af Capgemini og Merrill Lynch. Þar segir að hinum ofurríku, þ.e. fólki sem á 30 milljónir dollara eða 3,8 milljarða kr., hafi fækkað um tæp 25% á síðasta ári og eru þeir nú 78.000 talsins á heimsvísu. Þetta er töluvert meiri hlutfallsleg fækkun en hjá þeim sem eru dollaramilljónamæringar í heiminum. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær fækkaði þeim um tæp 15% í fyrra. Þetta þýðir að fjölgun þessara auðmanna í báðum hópunum frá árinu 2005 hefur þurrkast út. Milljóna og milljarðamæringar eru sem fyrr flestir í Bandaríkjunum. Hinsvegar hefur þeim fjölgað verulega í Kína á undanförnum árum sem eiga meir en milljón dollara í fórum sínum. Voru þeir 364.000 talsins í fyrra. Var það í fyrsta sinn í sögunni sem þeir verða fleiri talsins en í Bretlandi. Breskir dollaramilljónamæringar í fyrra voru 362.000 talsins og fækkaði þeim um 131.000 á árinu.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira