Búist við átakafundi hjá Rio Tinto í dag 15. apríl 2009 10:17 Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið í fréttum vill stjórn Rio Tinto ganga til samninga við kínverska námufélagið Chinalco. Er ætlunin að Chinalco kominn inn í Rio með tæplega 14 milljarða dollara, um 1.800 milljarða kr., í formi kaupa á hlutabréfum og eignum Rio. Hlutabréfakaupin munu hafa í för með sér hlutafjáraukningu sem aftur veldur því að hlutir núverandi hluthafa munu lækka í verði. Og þetta eru margir þeirra síður en svo sáttir við. Rio Tinto er í miklum fjárhagsvandræðum sökum kaupa sinna á Alcan fyrir tveimur árum en kaupverðið var 26 milljarðar dollara. Með kaupunum komst álverið í Straumsvík í eigu Rio Tinto. Blaðið Daily Mail segir í frétt um aðalfundinn að hluthafar í Rio muni nota fundinn til að blása út gegn stjórninni og láta reiði sína í ljós. Tillaga um að Dick Evans einn af forstjórum Rio Tinto fái milljón dollara bónus fyrir kaupin á Alcan er ekki talin bæta andrúmsloftið á fundinum. Einnig er líklegt að stjórn Rio Tinto verði „grilluð" vegna þess að yfirtökutilboði BHP Billiton upp á tæpa 100 milljarða kr. var ekki tekið á síðasta ári. Þar sem Rio Tinto er skráð bæði í London og Ástralíu munu niðurstöður af atkvæðagreiðslum á fundinum í dag ekki verða opinberar fyrr en sambærilegur fundur hefur verið haldinn í Ástralíu á mánudaginn kemur. Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið í fréttum vill stjórn Rio Tinto ganga til samninga við kínverska námufélagið Chinalco. Er ætlunin að Chinalco kominn inn í Rio með tæplega 14 milljarða dollara, um 1.800 milljarða kr., í formi kaupa á hlutabréfum og eignum Rio. Hlutabréfakaupin munu hafa í för með sér hlutafjáraukningu sem aftur veldur því að hlutir núverandi hluthafa munu lækka í verði. Og þetta eru margir þeirra síður en svo sáttir við. Rio Tinto er í miklum fjárhagsvandræðum sökum kaupa sinna á Alcan fyrir tveimur árum en kaupverðið var 26 milljarðar dollara. Með kaupunum komst álverið í Straumsvík í eigu Rio Tinto. Blaðið Daily Mail segir í frétt um aðalfundinn að hluthafar í Rio muni nota fundinn til að blása út gegn stjórninni og láta reiði sína í ljós. Tillaga um að Dick Evans einn af forstjórum Rio Tinto fái milljón dollara bónus fyrir kaupin á Alcan er ekki talin bæta andrúmsloftið á fundinum. Einnig er líklegt að stjórn Rio Tinto verði „grilluð" vegna þess að yfirtökutilboði BHP Billiton upp á tæpa 100 milljarða kr. var ekki tekið á síðasta ári. Þar sem Rio Tinto er skráð bæði í London og Ástralíu munu niðurstöður af atkvæðagreiðslum á fundinum í dag ekki verða opinberar fyrr en sambærilegur fundur hefur verið haldinn í Ástralíu á mánudaginn kemur.
Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira