Búist við átakafundi hjá Rio Tinto í dag 15. apríl 2009 10:17 Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið í fréttum vill stjórn Rio Tinto ganga til samninga við kínverska námufélagið Chinalco. Er ætlunin að Chinalco kominn inn í Rio með tæplega 14 milljarða dollara, um 1.800 milljarða kr., í formi kaupa á hlutabréfum og eignum Rio. Hlutabréfakaupin munu hafa í för með sér hlutafjáraukningu sem aftur veldur því að hlutir núverandi hluthafa munu lækka í verði. Og þetta eru margir þeirra síður en svo sáttir við. Rio Tinto er í miklum fjárhagsvandræðum sökum kaupa sinna á Alcan fyrir tveimur árum en kaupverðið var 26 milljarðar dollara. Með kaupunum komst álverið í Straumsvík í eigu Rio Tinto. Blaðið Daily Mail segir í frétt um aðalfundinn að hluthafar í Rio muni nota fundinn til að blása út gegn stjórninni og láta reiði sína í ljós. Tillaga um að Dick Evans einn af forstjórum Rio Tinto fái milljón dollara bónus fyrir kaupin á Alcan er ekki talin bæta andrúmsloftið á fundinum. Einnig er líklegt að stjórn Rio Tinto verði „grilluð" vegna þess að yfirtökutilboði BHP Billiton upp á tæpa 100 milljarða kr. var ekki tekið á síðasta ári. Þar sem Rio Tinto er skráð bæði í London og Ástralíu munu niðurstöður af atkvæðagreiðslum á fundinum í dag ekki verða opinberar fyrr en sambærilegur fundur hefur verið haldinn í Ástralíu á mánudaginn kemur. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið í fréttum vill stjórn Rio Tinto ganga til samninga við kínverska námufélagið Chinalco. Er ætlunin að Chinalco kominn inn í Rio með tæplega 14 milljarða dollara, um 1.800 milljarða kr., í formi kaupa á hlutabréfum og eignum Rio. Hlutabréfakaupin munu hafa í för með sér hlutafjáraukningu sem aftur veldur því að hlutir núverandi hluthafa munu lækka í verði. Og þetta eru margir þeirra síður en svo sáttir við. Rio Tinto er í miklum fjárhagsvandræðum sökum kaupa sinna á Alcan fyrir tveimur árum en kaupverðið var 26 milljarðar dollara. Með kaupunum komst álverið í Straumsvík í eigu Rio Tinto. Blaðið Daily Mail segir í frétt um aðalfundinn að hluthafar í Rio muni nota fundinn til að blása út gegn stjórninni og láta reiði sína í ljós. Tillaga um að Dick Evans einn af forstjórum Rio Tinto fái milljón dollara bónus fyrir kaupin á Alcan er ekki talin bæta andrúmsloftið á fundinum. Einnig er líklegt að stjórn Rio Tinto verði „grilluð" vegna þess að yfirtökutilboði BHP Billiton upp á tæpa 100 milljarða kr. var ekki tekið á síðasta ári. Þar sem Rio Tinto er skráð bæði í London og Ástralíu munu niðurstöður af atkvæðagreiðslum á fundinum í dag ekki verða opinberar fyrr en sambærilegur fundur hefur verið haldinn í Ástralíu á mánudaginn kemur.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira