Íhuga lögreglurannsókn á íslensku bönkunum í Bretlandi 13. febrúar 2009 12:34 Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Bretlandi (Serious Fraud Office) er nú að íhuga rannsókn á starfsemi Kaupþings og Landsbankans þar í landi. Fram kemur á Timesonline að deildin byrjaði rannsókn á dótturfélagi AIG Í Bretlandi í gær og að Kaupþing og Landsbankinn gætu verið næst á listanum. Samkvæmt Times eru yfirmenn SFO að fara yfir málin hvað varðar Kaupþing og Landsbankann með það fyrir augum að hefja opinbera rannsókn á starfsemi þeirra. Fréttastofa hafði samband við SFO vegna þessarar fréttar í Times. Þau svör fengust að deildin tjáði sig almennt ekki um mál af þessu tagi fyrr en ákvörðun lægi fyrir um rannsókn. Fram kemur í Times að töluverður pólitískur þrýstingur sé til staðar á breska þinginu um að slíkri rannsókn verði hleypt af stokkunum. Vilji þingmanna standi til að um umfangsmikla rannsókn yrði að ræða. Í augnablikinu er SFO að athuga 5 til 6 breska banka með rannsókn í huga og eru íslensku bankarnir tveir þar með taldir. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Bretlandi (Serious Fraud Office) er nú að íhuga rannsókn á starfsemi Kaupþings og Landsbankans þar í landi. Fram kemur á Timesonline að deildin byrjaði rannsókn á dótturfélagi AIG Í Bretlandi í gær og að Kaupþing og Landsbankinn gætu verið næst á listanum. Samkvæmt Times eru yfirmenn SFO að fara yfir málin hvað varðar Kaupþing og Landsbankann með það fyrir augum að hefja opinbera rannsókn á starfsemi þeirra. Fréttastofa hafði samband við SFO vegna þessarar fréttar í Times. Þau svör fengust að deildin tjáði sig almennt ekki um mál af þessu tagi fyrr en ákvörðun lægi fyrir um rannsókn. Fram kemur í Times að töluverður pólitískur þrýstingur sé til staðar á breska þinginu um að slíkri rannsókn verði hleypt af stokkunum. Vilji þingmanna standi til að um umfangsmikla rannsókn yrði að ræða. Í augnablikinu er SFO að athuga 5 til 6 breska banka með rannsókn í huga og eru íslensku bankarnir tveir þar með taldir.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira