Körfubolti

Kidd er fjórði maðurinn til að gefa 10 þúsund stoðsendingar

Jason Kidd hefur skorað yfir 15,000 stig, gefið 10,000 stoðsendingar og hirti yfir 7,000 fráköst á ferlinum
Jason Kidd hefur skorað yfir 15,000 stig, gefið 10,000 stoðsendingar og hirti yfir 7,000 fráköst á ferlinum AP

Leikstjórnandinn Jason Kidd hjá Dallas Mavericks í NBA deildinni varð í nótt fjórði maðurinn í sögu deildarinnar til að gefa yfir 10 þúsund stoðsendingar á ferlinum.

Kidd gaf 15 stoðsendingar í níunda sigri Dallas í röð á heimavelli gegn Toronto Raptors og með þrettándu stoðsendingunni komst hann í tíu þúsund.

Aðeins þrír aðrir leikmenn hafa afrekað þetta í sögu deildarinnar. John Stockton hjá Utah Jazz gaf 15,806 stoðsendingar á ferlinum, Mark Jackson (m.a. New York og Indiana) 10,334 og Magic Johnson hjá LA Lakers 10,141 stoðsendingu.

Af þessari tölfræði má sjá að líklegt verður að teljast að Kidd fari upp fyrir bæði Jackson og Johnson á listanum, en hinn 35 ára gamli leikstjórnandi þyrfti líklega að spila ansi hátt á fimmtugsaldurinn til að ná ótrúlegu meti John Stockton.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×