Fjórar bækur um hrun Þorvaldur Gylfason skrifar 18. júní 2009 06:00 Íslenzkir kvikmyndagerðarmenn munu vonandi búa til góðar bíómyndir um hrunið líkt og ítalskir kvikmyndamenn hafa gert mynd eftir mynd um spillinguna á Ítalíu. Sumt fólk kýs að horfa heldur á bíómyndir og fara í leikhús en lesa blöð og bækur. Bíó, bækur, háskólar og leikhús eiga að hjálpast að við að upplýsa almenning um ástandið í samfélaginu. Pólitískt leikhús er varla til á Íslandi, ekki enn. Nýleg undantekning er sýningin Þú ert hér eftir Mindgroup í Borgarleikhúsinu. Þar var fjallað um hrunið. Eitt fyndnasta og áhrifamesta atriði sýningarinnar var löng og mærðarmikil lofræða manns í blindfullum embættisskrúða um Ísland og Íslendinga, á meðan tveir aðrir hámuðu í sig pylsur hinum megin á sviðinu, ca þúsund pylsur. Ræðan var höfð orðrétt eftir biskupi og forseta Íslands. Fjórar bækur hafa nú birzt um hrunið. Ein þeirra er Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson, fyrrum framkvæmdastjóra þingflokks sjálfstæðismanna og aðstoðarmann ráðherra. Samantekt Ólafs vitnar um glöggan skilning á aðdraganda og eftirköstum hrunsins og lýsir rás atburðanna vel, en bætir þó ekki við miklu af nýjum upplýsingum. Höfundurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að hrunið stafi ekki fyrst og fremst af „glannaskap útrásarvíkinga", heldur aðallega af „sjúklegu ástandi" Sjálfstæðisflokksins (bls. 212). Þetta er rauði þráðurinn í bókinni. Má af því ráða nauðsyn þess, að óháðir erlendir menn rannsaki tildrög hrunsins. Tryggvi Gunnarsson lögfræðingur, einn þriggja í rannsóknarnefnd Alþingis, sat í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, 1973-75. Litlu skárra?Bók Guðna Th. Jóhannessonar, Hrunið, er lengri en bók Ólafs. Hún er eins og langt símtal, og þau eru misjöfn að gæðum: bók Guðna rekur atburðarásina og ýmis ummæli um hana í belg og biðu, án þess að séð verði, að höfundurinn hafi myndað sér skýra skoðun á viðfangsefninu eða hafi löngun til að draga lærdóma af því. Í bókinni örlar varla á greiningu á orsökum og afleiðingum hrunsins og ekki heldur á sögulegri sýn á innviði og umhverfi bankanna, og er höfundurinn þó mikils metinn sagnfræðingur, rithöfundur og háskólakennari. Sums staðar í textanum er engu líkara en höfundurinn blandi saman innstæðum og skuldum, þegar hann fjallar um skuldbindingar bankanna (bls. 131). Þessum greinarmun verður þó ávallt að halda til haga, því að íslenzkir skattgreiðendur bera ábyrgð að lögum á innstæðum í gömlu bönkunum heima og erlendis upp að ákveðnu marki, en ekki á erlendum skuldum bankanna, enda voru þeir einkabankar. Guðni segir: „Háskólasamfélagið á Íslandi reyndist litlu skárra en mestu oflátungar útrásarinnar" (bls. 99) án þess að víkja í því viðfangi að þeim háskólamönnum, sem árum saman vöruðu við ofvexti bankanna og líklegum afleiðingum hans.Bók Þorkels Sigurlaugssonar, Ný framtíðarsýn, er af öðrum toga af kápunni að dæma. Þar fjallar eitt hvellasta gjallarhorn útrásarinnar um endurreisn efnahagslífsins og bætt viðskiptasiðferði. Ég hef ekki lesið bókina og hef því ekkert meira um hana að segja. Rektor Háskólans í Reykjavík, þar sem þeir Guðni og Þorkell starfa báðir, hefur lýst því á starfsmannafundum í skólanum, hvernig henni tókst að forða sjóðum skólans í skjól í tæka tíð, áður en hún hvarf úr bankaráði Landsbankans eftir hrunið. Friður til sölu?Bók Jóns F. Thoroddsen, Íslenska efnahagsundrið, rekur hagsögu síðustu ára í samhengi við liðna tíð. Bókin lýsir hlutverki fjölmargra, sem koma við sögu bankanna, og nefnir nöfn. Fróðleg er lýsingin á samskiptum bankanna við stjórnendur lífeyrissjóða, sem héldu áfram að kaupa bréf í FL Group löngu eftir að ljóst mátti vera, að þau voru lítils virði. Höfundurinn lýsir starfsemi verðbréfafyrirtækisins Burnham International á Íslandi, þar sem Hannes Smárason (þá hjá Íslenskri erfðagreiningu, síðar hjá FL Group) og Bjarni Benediktsson, nú formaður Sjálfstæðisflokksins, sátu hlið við hlið í stjórn.Félagið sýslaði með netbólufyrirtæki og missti starfsleyfið 2001. Lífeyrissjóður Austurlands tapaði miklu fé á viðskiptum við Burnham og þurfti að skerða lífeyrisgreiðslur til sjóðsfélaga. Víkingarnir röðuðu stjórnmálamönnum í stjórnir fyrirtækja sinna eins og til að kaupa sér frið. Bók Jóns lýkur á þessum orðum: "..á Íslandi viku hagsmunir heildarinnar fyrir hagsmunum fárra. Það er ein meginástæðan fyrir því hvernig fór og hvernig nú er ástatt fyrir Íslendingum. Sérhagsmunir íslenskra útrásarvíkinga, viðskiptablokka og jafnvel ráðamanna gengu þvert á þjóðarhagsmuni. Og ?… öllum virtist standa á sama." Ég hef talað um þetta í tuttugu ár. Fyrsta bókin mín hét einmitt Almannahagur (1990). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Íslenzkir kvikmyndagerðarmenn munu vonandi búa til góðar bíómyndir um hrunið líkt og ítalskir kvikmyndamenn hafa gert mynd eftir mynd um spillinguna á Ítalíu. Sumt fólk kýs að horfa heldur á bíómyndir og fara í leikhús en lesa blöð og bækur. Bíó, bækur, háskólar og leikhús eiga að hjálpast að við að upplýsa almenning um ástandið í samfélaginu. Pólitískt leikhús er varla til á Íslandi, ekki enn. Nýleg undantekning er sýningin Þú ert hér eftir Mindgroup í Borgarleikhúsinu. Þar var fjallað um hrunið. Eitt fyndnasta og áhrifamesta atriði sýningarinnar var löng og mærðarmikil lofræða manns í blindfullum embættisskrúða um Ísland og Íslendinga, á meðan tveir aðrir hámuðu í sig pylsur hinum megin á sviðinu, ca þúsund pylsur. Ræðan var höfð orðrétt eftir biskupi og forseta Íslands. Fjórar bækur hafa nú birzt um hrunið. Ein þeirra er Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson, fyrrum framkvæmdastjóra þingflokks sjálfstæðismanna og aðstoðarmann ráðherra. Samantekt Ólafs vitnar um glöggan skilning á aðdraganda og eftirköstum hrunsins og lýsir rás atburðanna vel, en bætir þó ekki við miklu af nýjum upplýsingum. Höfundurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að hrunið stafi ekki fyrst og fremst af „glannaskap útrásarvíkinga", heldur aðallega af „sjúklegu ástandi" Sjálfstæðisflokksins (bls. 212). Þetta er rauði þráðurinn í bókinni. Má af því ráða nauðsyn þess, að óháðir erlendir menn rannsaki tildrög hrunsins. Tryggvi Gunnarsson lögfræðingur, einn þriggja í rannsóknarnefnd Alþingis, sat í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, 1973-75. Litlu skárra?Bók Guðna Th. Jóhannessonar, Hrunið, er lengri en bók Ólafs. Hún er eins og langt símtal, og þau eru misjöfn að gæðum: bók Guðna rekur atburðarásina og ýmis ummæli um hana í belg og biðu, án þess að séð verði, að höfundurinn hafi myndað sér skýra skoðun á viðfangsefninu eða hafi löngun til að draga lærdóma af því. Í bókinni örlar varla á greiningu á orsökum og afleiðingum hrunsins og ekki heldur á sögulegri sýn á innviði og umhverfi bankanna, og er höfundurinn þó mikils metinn sagnfræðingur, rithöfundur og háskólakennari. Sums staðar í textanum er engu líkara en höfundurinn blandi saman innstæðum og skuldum, þegar hann fjallar um skuldbindingar bankanna (bls. 131). Þessum greinarmun verður þó ávallt að halda til haga, því að íslenzkir skattgreiðendur bera ábyrgð að lögum á innstæðum í gömlu bönkunum heima og erlendis upp að ákveðnu marki, en ekki á erlendum skuldum bankanna, enda voru þeir einkabankar. Guðni segir: „Háskólasamfélagið á Íslandi reyndist litlu skárra en mestu oflátungar útrásarinnar" (bls. 99) án þess að víkja í því viðfangi að þeim háskólamönnum, sem árum saman vöruðu við ofvexti bankanna og líklegum afleiðingum hans.Bók Þorkels Sigurlaugssonar, Ný framtíðarsýn, er af öðrum toga af kápunni að dæma. Þar fjallar eitt hvellasta gjallarhorn útrásarinnar um endurreisn efnahagslífsins og bætt viðskiptasiðferði. Ég hef ekki lesið bókina og hef því ekkert meira um hana að segja. Rektor Háskólans í Reykjavík, þar sem þeir Guðni og Þorkell starfa báðir, hefur lýst því á starfsmannafundum í skólanum, hvernig henni tókst að forða sjóðum skólans í skjól í tæka tíð, áður en hún hvarf úr bankaráði Landsbankans eftir hrunið. Friður til sölu?Bók Jóns F. Thoroddsen, Íslenska efnahagsundrið, rekur hagsögu síðustu ára í samhengi við liðna tíð. Bókin lýsir hlutverki fjölmargra, sem koma við sögu bankanna, og nefnir nöfn. Fróðleg er lýsingin á samskiptum bankanna við stjórnendur lífeyrissjóða, sem héldu áfram að kaupa bréf í FL Group löngu eftir að ljóst mátti vera, að þau voru lítils virði. Höfundurinn lýsir starfsemi verðbréfafyrirtækisins Burnham International á Íslandi, þar sem Hannes Smárason (þá hjá Íslenskri erfðagreiningu, síðar hjá FL Group) og Bjarni Benediktsson, nú formaður Sjálfstæðisflokksins, sátu hlið við hlið í stjórn.Félagið sýslaði með netbólufyrirtæki og missti starfsleyfið 2001. Lífeyrissjóður Austurlands tapaði miklu fé á viðskiptum við Burnham og þurfti að skerða lífeyrisgreiðslur til sjóðsfélaga. Víkingarnir röðuðu stjórnmálamönnum í stjórnir fyrirtækja sinna eins og til að kaupa sér frið. Bók Jóns lýkur á þessum orðum: "..á Íslandi viku hagsmunir heildarinnar fyrir hagsmunum fárra. Það er ein meginástæðan fyrir því hvernig fór og hvernig nú er ástatt fyrir Íslendingum. Sérhagsmunir íslenskra útrásarvíkinga, viðskiptablokka og jafnvel ráðamanna gengu þvert á þjóðarhagsmuni. Og ?… öllum virtist standa á sama." Ég hef talað um þetta í tuttugu ár. Fyrsta bókin mín hét einmitt Almannahagur (1990).
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun